Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. desember 2020 16:31 Linda Ben gaf út bókina Kökur á dögunum. Matarmyndirnar tekur hún allar sjálf en myndina af Lindu tók ljósmyndarinn Íris Dögg Einarsdóttir Samsett/Íris Dögg-Linda Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. Við fengum Lindu til að deila uppskrift með lesendum Vísis að sykurpúðasmákökum. Börn geta auðveldlega hjálpað við þennan skemmtilega bakstur. Uppskrift og aðferð má finna hér fyrir neðan og Linda segir að baksturinn taki um níutíu mínútur. Framkvæmdin tekur um tuttugu mínútur en svo þarf að kæla deigið í klukkustund. Kökurnar eru svo bakaðar í tólf til fjórtán mínútur. Hráefni: 20 til 25 kökur 170 g smjör 170 g púðursykur 100 g sykur 1 egg 1 eggjarauða 2 tsk. vanilludropar 200 g hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 150 g súkkulaði 6 stk. hafrakexkökur (90 g) 20-25 sykurpúðar Kápan á fyrstu bók Lindu Ben.Íris Dögg Einarsdóttir Aðferð Þeytið smjör, púðursykur og sykur þar til létt og ljóst. Bætið egginu og eggjarauðunni út í og hrærið lengur. Blandið því næst vanilludropum saman við. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti í annarri skál. Bætið þurrefnunum við fyrri blönduna og hrærið varlega. Saxið súkkulaðið og hafrakexið gróft niður og blandið því saman við deigið með sleikju. Notið matskeið til að skipta deiginu niður í kúlur (um 30 g). Fletjið kúlurnar út í lófanum og klemmið deiginu utan um sykurpúða án þess að loka alveg. Kælið í ísskáp í um eina klst. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita. Raðið kökunum á ofnplötu með góðu millibili og látið sykurpúðann snúa upp. Bakið í um 12-14 mín. eða þar til kökurnar eru fallega gullnar á lit. Flytjið kökurnar yfir á kæligrind þegar þær eru byrjaðar að stífna og leyfið þeim að kólna alveg þar. Linda Ben heldur úti síðunni Linda Ben og svo er hún einnig með Instagram síðu undir sama nafni. Eftirréttir Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. 9. desember 2020 11:25 Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Við fengum Lindu til að deila uppskrift með lesendum Vísis að sykurpúðasmákökum. Börn geta auðveldlega hjálpað við þennan skemmtilega bakstur. Uppskrift og aðferð má finna hér fyrir neðan og Linda segir að baksturinn taki um níutíu mínútur. Framkvæmdin tekur um tuttugu mínútur en svo þarf að kæla deigið í klukkustund. Kökurnar eru svo bakaðar í tólf til fjórtán mínútur. Hráefni: 20 til 25 kökur 170 g smjör 170 g púðursykur 100 g sykur 1 egg 1 eggjarauða 2 tsk. vanilludropar 200 g hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 150 g súkkulaði 6 stk. hafrakexkökur (90 g) 20-25 sykurpúðar Kápan á fyrstu bók Lindu Ben.Íris Dögg Einarsdóttir Aðferð Þeytið smjör, púðursykur og sykur þar til létt og ljóst. Bætið egginu og eggjarauðunni út í og hrærið lengur. Blandið því næst vanilludropum saman við. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti í annarri skál. Bætið þurrefnunum við fyrri blönduna og hrærið varlega. Saxið súkkulaðið og hafrakexið gróft niður og blandið því saman við deigið með sleikju. Notið matskeið til að skipta deiginu niður í kúlur (um 30 g). Fletjið kúlurnar út í lófanum og klemmið deiginu utan um sykurpúða án þess að loka alveg. Kælið í ísskáp í um eina klst. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita. Raðið kökunum á ofnplötu með góðu millibili og látið sykurpúðann snúa upp. Bakið í um 12-14 mín. eða þar til kökurnar eru fallega gullnar á lit. Flytjið kökurnar yfir á kæligrind þegar þær eru byrjaðar að stífna og leyfið þeim að kólna alveg þar. Linda Ben heldur úti síðunni Linda Ben og svo er hún einnig með Instagram síðu undir sama nafni.
Eftirréttir Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. 9. desember 2020 11:25 Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. 9. desember 2020 11:25
Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20