Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 13:30 Rúrik hannaði nýjan SOS Barnaþorpin bol. „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. „Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi. Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira