Vinsæll MTV-raunveruleikaþáttur allur tekinn upp á Íslandi Heiðar Sumarliðason skrifar 10. desember 2020 14:57 Stjórnandi þáttanna mætir á svæðið í byrjun fyrsta þáttar. Fyrsti þáttur 36. þáttaraðar af raunveruleikaþættinum The Challenge var frumsýndur á MTV í gærkvöldi. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september síðastliðnum. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Hér gefur að líta krakkana úr The Real World: LA. The Challenge hét upprunaleg Road Rules: All Stars, þar sem þátttakendur úr The Real World og Road Rules, öðrum MTV-þætti, kepptu um verðlaun í ýmis konar þrautum. Því er The Challenge í raun Road Rules: All Stars, en með nýju nafni. Nafnabreytingin kom til vegna þess að forsendum þátttöku var breytt. Áður voru það einungis gamlir þátttakendur úr The Real World og Road Rules sem máttu taka þátt, en nú er fólk sem hefur tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum boðin þátttaka. Önnur heimsókn The Challenge Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Þessi nýjasta þáttaröð hefur undirtitilinn Double Agents, en nú er svo komið að aðeins 1/4 þátttakenda kemur úr The Real World eða Road Rules. Að þessu sinni etja einnig kappi fyrrum þátttakendur úr Survivor, Geordie Shore, Big Brother og Love Island. Miðað við þau brot úr þættinum sem hægt er að sjá á Youtube virðist keppnin að mestu leyti hafa farið fram á suðurhluta landsins. Framleiðendur þáttanna sáu Ísland sem kjörinn tökustað vegna Covid-19, þar sem tíðni veirunnar var lág hér á landi. Þátttakendur voru sendir í Covid-próf á þriggja daga fresti og voru þrjú þúsund próf framkvæmd á meðan á tökum stóð. Hér að neðan er hægt að sjá fyrstu fimm mínúturnar úr fyrsta þættinum. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Hér gefur að líta krakkana úr The Real World: LA. The Challenge hét upprunaleg Road Rules: All Stars, þar sem þátttakendur úr The Real World og Road Rules, öðrum MTV-þætti, kepptu um verðlaun í ýmis konar þrautum. Því er The Challenge í raun Road Rules: All Stars, en með nýju nafni. Nafnabreytingin kom til vegna þess að forsendum þátttöku var breytt. Áður voru það einungis gamlir þátttakendur úr The Real World og Road Rules sem máttu taka þátt, en nú er fólk sem hefur tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum boðin þátttaka. Önnur heimsókn The Challenge Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Þessi nýjasta þáttaröð hefur undirtitilinn Double Agents, en nú er svo komið að aðeins 1/4 þátttakenda kemur úr The Real World eða Road Rules. Að þessu sinni etja einnig kappi fyrrum þátttakendur úr Survivor, Geordie Shore, Big Brother og Love Island. Miðað við þau brot úr þættinum sem hægt er að sjá á Youtube virðist keppnin að mestu leyti hafa farið fram á suðurhluta landsins. Framleiðendur þáttanna sáu Ísland sem kjörinn tökustað vegna Covid-19, þar sem tíðni veirunnar var lág hér á landi. Þátttakendur voru sendir í Covid-próf á þriggja daga fresti og voru þrjú þúsund próf framkvæmd á meðan á tökum stóð. Hér að neðan er hægt að sjá fyrstu fimm mínúturnar úr fyrsta þættinum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira