Heljarinnar útsending á Stöð 2: „Við tökum honum fagnandi” Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Logi Bergmann og Sigrún Ósk stýra þættinum saman. Myndir/Inga Lind/vilhelm Eitt það allra fyrsta sem gerist eftir að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú er að Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir koma sér fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og stýra þaðan jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþættinum Látum jólin ganga, í beinni útsendingu á Stöð 2. Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi. Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi.
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira