Fótbolti

Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn fagnar hér sæti á EM þetta afdrifaríka kvöld í Búdapest.
Íslenski hópurinn fagnar hér sæti á EM þetta afdrifaríka kvöld í Búdapest. Twitter/@@sarabjork18

Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar.

Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir þann trúnaðarbrest sem varð í fögnuð íslenska landsliðshópsins í Búdapest eftir að EM sætið var tryggt.

Benedikt Bóas Hinriksson skrifaði þessa frétt í Fréttablaðið í morgun,Skjámynd/Fréttablaðið

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni Jóns Þórs Haukssonar hafi ekki verið rædd á stjórnarfundi KSÍ 3. desember þrátt fyrir að Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður sambandsins, hafi setið fundinn. Benedikt Bóas Hinriksson skrifar frétt um þetta í Fréttablaðinu í morgun.

Borghildur var með íslenska landsliðinu út í Ungverjalandi og hún er formaður Landsliðsnefndar kvenna.

Stjórnarfundurinn hjá KSÍ fór fram fimmtudaginn 3. desember en íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á EM þriðjudagskvöldið 1. desember. Stjórnarmenn KSÍ fréttu því af því sem gerðist með því að lesa fjölmiðla en fótbolti.net sagði fyrst frá því sem hafði komið fyrir þetta kvöld í Búdapest.

Borghildur hefur ekki viljað tjá sig um ferðina við fjölmiðla og alltaf bent á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra sambandsins.

Jón Þór óskaði eftir starfslokum hjá Knattspyrnusambandi Íslands í gær og eru því bæði A-landslið Íslands í knattspyrnu nú án þjálfara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×