Framlengdi samninginn sinn um einn dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 09:30 Vilde Böe Risa í leik með norska landsliðinu. Getty/Jose Breton Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa gerði óvenjulega framlengingu á samningi sínum á dögunum. Hún framlengdi ekki um eitt ár heldur bara einn dag. Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira