Mikið breytt Chelsea lið gerði jafn­tefli við Krasnodar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth

Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar frá Rússlandi í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Sevilla 3-1 útisigur á Rennes í Frakklandi.

Frank Lampard gerði mikið af breytingum á liði sínu í kvöld. Kepa Arrizabalaga var í markinu, Emerson kom inn í vinstri bakvörðinn, Jorginho sneri til baka á miðjuna og Billy Gilmour fékk tækifæri á miðju liðsins í kvöld. Þá var Fraustin Anjorin á hægri vængnum.

Þetta nýttu Krasnodar sér en Remy Cabella kom gestunum yfir á 24. mínútu leiksins. Aðeins fjórum mínútum síðar fékk Chelsea vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn og jafnaði metin, staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Chelsea vann riðilinn með 14 stig eftir sex leiki á meðan Krasnodar endar í 3. sæti með fimm stig.

Í hinum leik riðilsins vann Sevilla 3-1 útisigur á Rennes. Spænska félagið þar af leiðandi einnig komið í 16-liða úrslit líkt og Chelsea á meðan Rennes endar á botni E-riðils með eitt stig.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd

Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá  Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma.

RB Leipzig komst á­fram á kostnað Manchester United

RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira