Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 12:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða á sama velli í kvöld í fyrsta sinn síðan í maí 2018. Getty/Angel Martinez Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. „Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira