Fótbolti

Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hverfandi líkur eru á því að Jón Þór Hauksson verði áfram þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.
Hverfandi líkur eru á því að Jón Þór Hauksson verði áfram þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. vísir/vilhelm

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta.

Þetta kemur fram í frétt Fótbolta.net í dag. Jón Þór á eftir að hitta forsvarsmenn KSÍ en hann hefur verið í heimkomusóttkví eftir komuna frá Ungverjalandi. Örlög hans sem landsliðsþjálfara virðast þó ráðin.

Jón Þór fór yfir strikið í samskiptum sínum við leikmenn íslenska landsliðsins á þriðjudagskvöldið er hann var undir áhrifum áfengis. Mörgum leikmönnum liðsins var brugðið vegna framkomu þjálfarans.

Í frétt Fótbolta.net kemur fram að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, sé líklegastur til að taka við landsliðinu af Jóni Þór.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur einnig verið orðuð við landsliðsþjálfarastöðuna en samkvæmt frétt Fótbolta.net er líklegt að hún muni halda áfram með sænska liðið Kristianstad.

Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Undir hans stjórn komst Ísland á fjórða Evrópumótið í röð.


Tengdar fréttir

Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum

Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022.

Ætlar ekki að tjá sig frekar um upp­á­komuna

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni.

Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar

Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×