Fótbolti

Koeman pirraður: „Erfitt að út­skýra þetta tap“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman íbygginn á svip í leiknum í gær.
Koeman íbygginn á svip í leiknum í gær. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Börsungar töpuðu mikilvægum stigum gegn Cadiz og stjórinn var vel pirraður í leikslok.

Ronald Komen, stjóri Barcelona, var allt annað en sáttur með sína menn í 2-1 tapinu gegn Cadiz á útivelli í spænska boltanum í gærkvöldi.

Alvaro Negredo tryggði Cadiz sigurinn en Börsungar eru eftir tapið í sjöunda sæti deildarinnar. Þeir eru einungis þremur stigum frá fallsæti og eru komnir langt á eftir toppliði Atletico Madrid.

„Það er erfitt að útskýra þetta tap,“ sagði Koeman á fréttamannafundi eftir leikinn.

„Við komum hingað eftir nokkra góða leiki en fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Við vorum betri í síðari hálfleiknum en við töpuðum vegna klaufalegra mistaka sem þú getur ekki gert.“

„Viðhorfið var ekki gott og það er mjög erfitt að útskýra mörkin sem við fengum á okkur. Ég held að við höfum ekki verið nægilega einbeittir. Okkur vantaði ákefð án boltans og það gæti verið ástæðan fyrir mörkunum.“


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×