Bubbi búinn að selja fyrir rúmar tuttugu milljónir á fimm dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 21:45 Óhætt er að segja að visst Bubba æði hafi gripið landann. Á sjöunda hundrað manns hafa keypt verk hans undanfarna fimm daga. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. Bubbi hefur selt á sjöunda hundrað verk síðan sala hófst þann 1. desember. Umboðsmaður Bubba reiknar með að verkin seljist upp á næstunni. „Þetta er langt fram úr því sem við reiknuðum með,“ segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður. Alls konar fólk kaupi verkin enda sé Bubbi svo mikill þverskurður af þjóðfélaginu. Bubbi.is hafi verið breytt í vefverslun og þar streyma verkin út. Talning Vísis í kvöld á fjölda seldra verka nam 621. Sextán verkanna eru í lit og eru 25 eintök í boði. Tíu eru í svört-hvítu og eru 50 eintök í boði. Reyndar eru alls ekkert öll verkin lengur í boði enda ellefu verk uppseld. Ekki verða prentuð fleiri eintök. Frumtexti úr Rómeó og Júlíu, einu vinsælasta verki Bubba. „Fólk er svo ánægt með það, að þetta verði ekki eitthvað sem verður fjöldaframleitt,“ segir Páll. Útreikningar Vísis benda til þess að Bubbi hafi selt listaverk sín fyrir rúmar 23 milljónir króna á fimm dögum sem hlýtur að teljast ansi vel heppnað. Ekki síst í ljósi þess að tekjumöguleikar listamanna hafa verið afar litlir á þessu ári sökum kórónuveirufaraldursins. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ sagði Bubbi á léttum nótum í vikunni. Fann gamlar stílabækur „Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985,“ segir Bubbi um tilurð verksins á heimasíðunni Bubbi.is. „Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“ Bubbi ræddi verkin í viðtali við fréttastofu þann 1. desember. Þar sagði hann of mikla fordóma vera í samfélaginu gagnvart skrifblindum. Hann hvatti fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Þannig er að finna ýmsar málfræðivillur í frumtextum Bubba sem birtast á textaverkunum. Frumtextarnir urðu vitanlega að lögum sem landinn hefur sungið áratugum saman. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Stígið fram, verið óhrædd! Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. Bubbi á forsíðu Samúel í október 1981. Ljósmynd eftir Björgvin Pálsson. Plakatið fyrir Níu líf í Borgarleikhúsinu var unnið eftir mynd Björgvins. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár. Þá náðist aðeins að sýna þrisvar söngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um Bubba. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Fram undan eru Þorláksmessutónleikar Bubba þann 23. desember sem að þessu sinni verða í streymi í sjónvarpinu. Miðinn kostar tvö þúsund krónur og hægt verður að kaupa aðgang á myndlyklum sjónvarpsstöðvanna. Myndlist Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
„Þetta er langt fram úr því sem við reiknuðum með,“ segir Páll Eyjólfsson umboðsmaður. Alls konar fólk kaupi verkin enda sé Bubbi svo mikill þverskurður af þjóðfélaginu. Bubbi.is hafi verið breytt í vefverslun og þar streyma verkin út. Talning Vísis í kvöld á fjölda seldra verka nam 621. Sextán verkanna eru í lit og eru 25 eintök í boði. Tíu eru í svört-hvítu og eru 50 eintök í boði. Reyndar eru alls ekkert öll verkin lengur í boði enda ellefu verk uppseld. Ekki verða prentuð fleiri eintök. Frumtexti úr Rómeó og Júlíu, einu vinsælasta verki Bubba. „Fólk er svo ánægt með það, að þetta verði ekki eitthvað sem verður fjöldaframleitt,“ segir Páll. Útreikningar Vísis benda til þess að Bubbi hafi selt listaverk sín fyrir rúmar 23 milljónir króna á fimm dögum sem hlýtur að teljast ansi vel heppnað. Ekki síst í ljósi þess að tekjumöguleikar listamanna hafa verið afar litlir á þessu ári sökum kórónuveirufaraldursins. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ sagði Bubbi á léttum nótum í vikunni. Fann gamlar stílabækur „Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985,“ segir Bubbi um tilurð verksins á heimasíðunni Bubbi.is. „Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“ Bubbi ræddi verkin í viðtali við fréttastofu þann 1. desember. Þar sagði hann of mikla fordóma vera í samfélaginu gagnvart skrifblindum. Hann hvatti fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Þannig er að finna ýmsar málfræðivillur í frumtextum Bubba sem birtast á textaverkunum. Frumtextarnir urðu vitanlega að lögum sem landinn hefur sungið áratugum saman. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Stígið fram, verið óhrædd! Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. Bubbi á forsíðu Samúel í október 1981. Ljósmynd eftir Björgvin Pálsson. Plakatið fyrir Níu líf í Borgarleikhúsinu var unnið eftir mynd Björgvins. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár. Þá náðist aðeins að sýna þrisvar söngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um Bubba. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Fram undan eru Þorláksmessutónleikar Bubba þann 23. desember sem að þessu sinni verða í streymi í sjónvarpinu. Miðinn kostar tvö þúsund krónur og hægt verður að kaupa aðgang á myndlyklum sjónvarpsstöðvanna.
Myndlist Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira