Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur ekki stöðvað það, þó Daniel sé í Bretlandi og Gavin í Texas.
Gavin tók sig til á dögunum og lék eftir vinsælt Tik Tok myndband þar sem loftblástur var notaður til að snúa epli mjög hratt. Svo hratt að það rifnaði í sundur.
Eplinu var haldið á lofti með fyrirbæri sem kallast Coandă effect.
Þetta vildi Gavin skoða í háhraða og gerði hann það.
Í fyrstu tilraun snerist eplið svo hratt að það var í raun erfitt að sjá almennilega hvað gerðist í þúsund römmum á sekúndu. Því þurfti hann að fá betri myndavél lánaða og taka epli upp á 28.500 römmum á sekúndu.
Þegar það epli snerist hvað hraðast, skömmu áður en það rifnaði í sundur, snerist það 109 hringi á sekúndu. Það samsvarar 6.565 snúningum á mínútu.