Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, yfirgefur ísraelska þingið eftir atkvæðagreiðsluna í dag. AP/Alex Kolomoisky Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar. Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar.
Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30
Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30
Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35