Kolsvört spá Sameinuðu þjóðanna um mannúðarþörf á næsta ári Heimsljós 2. desember 2020 11:57 UNHCR/Eugene Sibomana Sameinuðu þjóðirnar telja að á næsta ári þurfi 235 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda, einn af hverjum 33 jarðarbúum. Sárafátækum fjölgar hratt og Sameinuðu þjóðirnar telja að á næsta ári þurfi 235 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr, einn af hverjum 33 jarðarbúum. Fjölgunin milli ára nemur 40 prósentum. „Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 hafa skapað þessa stærstu áskorun sem við stöndum frammi fyrir frá dögum síðari heimsstyrjaldar,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Forsíða skýrslunnar Samtökin kalla eftir 35 milljarða bandarískra dala framlögum til þess að mæta þörfinni fyrir mannúðaraðstoð á komandi ári. Guterres hvatti framlagsríki til þess að styðja þá sem væru í mestri hættu „á dimmustu stund neyðarinnar,“ eins og hann orðaði það í gær þegar Sameinuðu þjóðirnar kynntu stöðuskýrslu sína um mannúðaraðstoð, Global Humanitarian Overview 2021. Mark Lowcock yfirmaður Samhæfingarskrifstofu aðgerða í mannúðarmálum (OCHA) segir að fjölgun þeirra sem búi við neyð sé nánast algerlega tilkomin vegna COVID-19. Rúmlega 63 milljónir staðfestra smita eru skráð í heiminum og 1,5 milljónir manna hafa látist. Tugir milljóna manna hafa misst atvinnu og lífsviðurværi vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur, eins andstyggilegur og hann er, sem bitnar mest á fólki í fátækum ríkjum. Það eru efnahagslegu áhrifin,“ segir Mark Lowcock. „Hækkandi verð á matvælum, tekjusamdráttur, minni greiðslur brottfluttra, röskun á bólusetningum, lokanir skóla – þetta kemur verst niður fátækasta fólkin í fátækustu ríkjunum.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa áður varað við því að hungur í sjö ríkjum geti komist á það stig, að óbreyttu, að flokkast undir hungursneyð á næsta ári. Um er að ræða Afganistan, Búrkina Fasó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Fyrir hálfum mánuði veitti Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) 100 milljónum Bandaríkjadala til að draga úr hættunni á hungursneyð. Samkvæmt áætlunum í nýju skýrslunni er fyrirhugað að ná til 160 milljóna manna sem lifa við mestu þrengingarnar. Sá fjöldi býr í 56 þjóðríkjum og kostnaðurinn nemur 35 milljörðum Bandaríkjadala, eins og áður sagði. „Ef við komumst gegnum árið 2021 án hungursneyðar verður það meiriháttar árangur. En við vitum líka að rauð ljós blikka og viðvörunarbjöllur hringja,“ segir Mark Lowcock. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Sárafátækum fjölgar hratt og Sameinuðu þjóðirnar telja að á næsta ári þurfi 235 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr, einn af hverjum 33 jarðarbúum. Fjölgunin milli ára nemur 40 prósentum. „Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 hafa skapað þessa stærstu áskorun sem við stöndum frammi fyrir frá dögum síðari heimsstyrjaldar,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Forsíða skýrslunnar Samtökin kalla eftir 35 milljarða bandarískra dala framlögum til þess að mæta þörfinni fyrir mannúðaraðstoð á komandi ári. Guterres hvatti framlagsríki til þess að styðja þá sem væru í mestri hættu „á dimmustu stund neyðarinnar,“ eins og hann orðaði það í gær þegar Sameinuðu þjóðirnar kynntu stöðuskýrslu sína um mannúðaraðstoð, Global Humanitarian Overview 2021. Mark Lowcock yfirmaður Samhæfingarskrifstofu aðgerða í mannúðarmálum (OCHA) segir að fjölgun þeirra sem búi við neyð sé nánast algerlega tilkomin vegna COVID-19. Rúmlega 63 milljónir staðfestra smita eru skráð í heiminum og 1,5 milljónir manna hafa látist. Tugir milljóna manna hafa misst atvinnu og lífsviðurværi vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur, eins andstyggilegur og hann er, sem bitnar mest á fólki í fátækum ríkjum. Það eru efnahagslegu áhrifin,“ segir Mark Lowcock. „Hækkandi verð á matvælum, tekjusamdráttur, minni greiðslur brottfluttra, röskun á bólusetningum, lokanir skóla – þetta kemur verst niður fátækasta fólkin í fátækustu ríkjunum.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa áður varað við því að hungur í sjö ríkjum geti komist á það stig, að óbreyttu, að flokkast undir hungursneyð á næsta ári. Um er að ræða Afganistan, Búrkina Fasó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Fyrir hálfum mánuði veitti Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) 100 milljónum Bandaríkjadala til að draga úr hættunni á hungursneyð. Samkvæmt áætlunum í nýju skýrslunni er fyrirhugað að ná til 160 milljóna manna sem lifa við mestu þrengingarnar. Sá fjöldi býr í 56 þjóðríkjum og kostnaðurinn nemur 35 milljörðum Bandaríkjadala, eins og áður sagði. „Ef við komumst gegnum árið 2021 án hungursneyðar verður það meiriháttar árangur. En við vitum líka að rauð ljós blikka og viðvörunarbjöllur hringja,“ segir Mark Lowcock. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent