Schumacher keppir fyrir Haas á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 10:30 Mick Schumacher mun feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Sléttum 30 árum eftir að faðir hans gerði það í fyrsta sinn. Joe Portlock/Getty Images Mick Schumacher, sonur þýsku goðsagnarinnar Michael Schumacher, hefur skrifað undir hjá Haas og mun keppa með liðinu í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Um er að ræða samning til fjölda ára samkvæmt frétt BBC. Félagi hans hjá Haas verður Rússinn Nikita Mazepin. Hinn 21 árs gamli Þjóðverji er sem stendur efstur í Formúlu 2 en keppni þar lýkur nú um næstu helgi. Hann er enn einn ökumaður Formúlu 1 sem kemur úr akademíu Ferrari. „Möguleikinn að vera á Formúlu 1 braut á næsta ári gerir mig mjög hamingjusaman,“ sagði Schumacher í viðtali eftir að koma hans til Haas var staðfest. Þá þakkaði hann Haas fyrir traustið sem honum væri sýnt ásamt því að þakka foreldrum sínum og öllum þeim sem hefðu hjálpað til við að láta drauminn rætast. Exciting times! Hear from @SchumacherMick as he signs for the team from next season #HaasF1 pic.twitter.com/Ev01Z8TOVb— Haas F1 Team (@HaasF1Team) December 2, 2020 Schumacher yngri mun því að öllum líkindum keppa í sínum fyrsta Formúlu 1 kappakstri sléttum 30 árum eftir að faðir hans gerði slíkt hið sama. Mick segir að samanburðurinn við föður sinn trufli sig ekki neitt og að Michael hafi alltaf verið hans helsta fyrirmynd. Mick hefur hægt og rólega unnið sig upp innan Formúlunnar. Eftir að hafa landað sigri í Formúlu 3 á aðeins sínu öðru ári þar árið 2018 þá færði hann sig upp í Formúlu 2. Þar hefur hann verið í tvö ár og er hársbreidd frá því að landa sigri þar. Remember the name Current @FIA_F2 points leader @SchumacherMick will achieve his dream of racing in F1 in 2021 with @HaasF1Team #F1 #RoadToF1 pic.twitter.com/dlxW32xc1e— Formula 1 (@F1) December 2, 2020 Það má því með sanni segja að Schumacher eigi sætið í Formúlu 1 skilið, nú er bara að bíða og sjá hvort hann geti leikið afrek föður síns eftir. Formúla Tengdar fréttir Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. 11. október 2020 15:46 Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. 29. september 2020 23:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Um er að ræða samning til fjölda ára samkvæmt frétt BBC. Félagi hans hjá Haas verður Rússinn Nikita Mazepin. Hinn 21 árs gamli Þjóðverji er sem stendur efstur í Formúlu 2 en keppni þar lýkur nú um næstu helgi. Hann er enn einn ökumaður Formúlu 1 sem kemur úr akademíu Ferrari. „Möguleikinn að vera á Formúlu 1 braut á næsta ári gerir mig mjög hamingjusaman,“ sagði Schumacher í viðtali eftir að koma hans til Haas var staðfest. Þá þakkaði hann Haas fyrir traustið sem honum væri sýnt ásamt því að þakka foreldrum sínum og öllum þeim sem hefðu hjálpað til við að láta drauminn rætast. Exciting times! Hear from @SchumacherMick as he signs for the team from next season #HaasF1 pic.twitter.com/Ev01Z8TOVb— Haas F1 Team (@HaasF1Team) December 2, 2020 Schumacher yngri mun því að öllum líkindum keppa í sínum fyrsta Formúlu 1 kappakstri sléttum 30 árum eftir að faðir hans gerði slíkt hið sama. Mick segir að samanburðurinn við föður sinn trufli sig ekki neitt og að Michael hafi alltaf verið hans helsta fyrirmynd. Mick hefur hægt og rólega unnið sig upp innan Formúlunnar. Eftir að hafa landað sigri í Formúlu 3 á aðeins sínu öðru ári þar árið 2018 þá færði hann sig upp í Formúlu 2. Þar hefur hann verið í tvö ár og er hársbreidd frá því að landa sigri þar. Remember the name Current @FIA_F2 points leader @SchumacherMick will achieve his dream of racing in F1 in 2021 with @HaasF1Team #F1 #RoadToF1 pic.twitter.com/dlxW32xc1e— Formula 1 (@F1) December 2, 2020 Það má því með sanni segja að Schumacher eigi sætið í Formúlu 1 skilið, nú er bara að bíða og sjá hvort hann geti leikið afrek föður síns eftir.
Formúla Tengdar fréttir Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. 11. október 2020 15:46 Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. 29. september 2020 23:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. 11. október 2020 15:46
Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. 29. september 2020 23:01