Neymar, Mbappé og félagar mæta í Leikhús draumanna í hefndarhug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 11:01 Það hefur ekki gengið alltof vel hjá þeim Neymar og Kylian Mbappé í Meistaradeildinni í vetur en þeir eru saman bara með eitt mark sem Neymar skoraði úr víti. Getty/Aurelien Meunier Manchester United getur tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar franska stórliðið Paris Saint Germain heimsækir Old Trafford í kvöld. Paris Saint Germain hefur heldur betur harma að hefna gegn Manchester United ef tvö töp í röð. Það fyrra endaði þátttöku PSG í Meistaradeildinni 2018-19 og það síðara var í fyrri leik liðanna í Paris. Neymar missti af tapleiknum í sextán liða úrslitunum í mars 2019 en hann var með í október þegar Manchester United sótti aftur sigur til Parísar. Parísarliðið vann vissulega síðasta leik sinn á Old Trafford en þessir tveir tapleikir á móti United í París hljóta að sitja í mönnum. Ole Gunnar Solskjær tryggði sér nánast fastráðningu hjá United með sigrinum í París í mars 2019 og nú getur liðið ekki bara komist áfram í sextán liða úrslitin heldur einnig unnið riðilinn með sigri á PSG. Manchester United liðið hefur unnið fjóra leiki í röð þar á meðal endurkomusigur á móti Southampton um síðustu helgi. „Því fyrr sem þú getur tryggt þig áfram því betra auðvitað. Við vinnum líka riðilinn með sigri í þessum leik og það er okkar markmið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við viljum fara út og spila okkar leik, sækja og verjast vel á móti toppliði sem er mjög hæfileikaríka menn innan sinna raða,“ sagði Solskjær. From to ! #MUPSG pic.twitter.com/tYTivrROK1— Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 2, 2020 Neymar opnaði loks markareikninginn sinn í Meistaradeildinni í vetur með sigurmarki á móti RB Leipzig í síðasta leik en markið kom úr víti. Neymar á því enn eftir að skora í opnum leik í þessari Meistaradeild sem er óvenjulegt. Liðsfélagi hans Kylian Mbappé hefur heldur ekki skorað í Meistaradeildinni í ár. Hvort að þetta séu slæmar eða góðar fréttir fyrir Manchester United er ekki alveg ljóst. Þetta segir okkur að þetta frábæra framherjapar er ekki með blússandi sjálfstraust en hæfileikarnir segja okkur líka að það styttist einnig í næsta stórleik. Parísarliðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum og hefur aðeins fengið eitt stig út úr tveimur síðustu deildarleikjum. Liðið er á toppnum en ekki með sína vanalegu yfirburðarforystu. Kylian Mbappé, Neymar og félagar mæta í Leikhús draumanna í hefndarhug eftir þessi tvö síðustu töp. Liðið má heldur ekki tapa í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum. Þýska liðið RB Leipzig er með jafnmörg stig og fær síðan mögulega heimaleik á móti United í lokaumferðinni þegar Solskjær gæti leyft sér að hvíla lykilmenn sína. These two made the difference against Southampton Who are you backing to make their mark on Wednesday night? #MUFC #UCL pic.twitter.com/61qSwB18XR— Manchester United (@ManUtd) December 1, 2020 Það geta fleiri lið en Manchester United tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bæði Sevilla og Chelsea eru þó komin áfram úr E-riðli alveg eins og Barcelona og Juventus úr G-riðli. Það er meiri spenna í hinum tveimur riðlinum. Borussia Dortmund kemst áfram upp úr F-riðli ef liðið tapar ekki á móti Lazio og Lazio getur líka komist áfram með sigri og hagstæðum úrslitum úr hinum leik riðilsins á milli Zenit og Club Brugge. Leikur Manchester United og Paris Saint Germain verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50 en hann er einn af fjórum leikjum í beinni í kvöld. Leikur Istanbul Basaksehir og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 17.45, útsending frá leik Sevilla og Chelsea byrjar á Stöð 2 Sport 5 klukkan 19.50 og á sama tíma verður leikur Dortmund og Lazio sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins samtímis og allt kvöldið verður síðan gert upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð eftir leikina. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Paris Saint Germain hefur heldur betur harma að hefna gegn Manchester United ef tvö töp í röð. Það fyrra endaði þátttöku PSG í Meistaradeildinni 2018-19 og það síðara var í fyrri leik liðanna í Paris. Neymar missti af tapleiknum í sextán liða úrslitunum í mars 2019 en hann var með í október þegar Manchester United sótti aftur sigur til Parísar. Parísarliðið vann vissulega síðasta leik sinn á Old Trafford en þessir tveir tapleikir á móti United í París hljóta að sitja í mönnum. Ole Gunnar Solskjær tryggði sér nánast fastráðningu hjá United með sigrinum í París í mars 2019 og nú getur liðið ekki bara komist áfram í sextán liða úrslitin heldur einnig unnið riðilinn með sigri á PSG. Manchester United liðið hefur unnið fjóra leiki í röð þar á meðal endurkomusigur á móti Southampton um síðustu helgi. „Því fyrr sem þú getur tryggt þig áfram því betra auðvitað. Við vinnum líka riðilinn með sigri í þessum leik og það er okkar markmið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við viljum fara út og spila okkar leik, sækja og verjast vel á móti toppliði sem er mjög hæfileikaríka menn innan sinna raða,“ sagði Solskjær. From to ! #MUPSG pic.twitter.com/tYTivrROK1— Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 2, 2020 Neymar opnaði loks markareikninginn sinn í Meistaradeildinni í vetur með sigurmarki á móti RB Leipzig í síðasta leik en markið kom úr víti. Neymar á því enn eftir að skora í opnum leik í þessari Meistaradeild sem er óvenjulegt. Liðsfélagi hans Kylian Mbappé hefur heldur ekki skorað í Meistaradeildinni í ár. Hvort að þetta séu slæmar eða góðar fréttir fyrir Manchester United er ekki alveg ljóst. Þetta segir okkur að þetta frábæra framherjapar er ekki með blússandi sjálfstraust en hæfileikarnir segja okkur líka að það styttist einnig í næsta stórleik. Parísarliðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum og hefur aðeins fengið eitt stig út úr tveimur síðustu deildarleikjum. Liðið er á toppnum en ekki með sína vanalegu yfirburðarforystu. Kylian Mbappé, Neymar og félagar mæta í Leikhús draumanna í hefndarhug eftir þessi tvö síðustu töp. Liðið má heldur ekki tapa í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum. Þýska liðið RB Leipzig er með jafnmörg stig og fær síðan mögulega heimaleik á móti United í lokaumferðinni þegar Solskjær gæti leyft sér að hvíla lykilmenn sína. These two made the difference against Southampton Who are you backing to make their mark on Wednesday night? #MUFC #UCL pic.twitter.com/61qSwB18XR— Manchester United (@ManUtd) December 1, 2020 Það geta fleiri lið en Manchester United tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bæði Sevilla og Chelsea eru þó komin áfram úr E-riðli alveg eins og Barcelona og Juventus úr G-riðli. Það er meiri spenna í hinum tveimur riðlinum. Borussia Dortmund kemst áfram upp úr F-riðli ef liðið tapar ekki á móti Lazio og Lazio getur líka komist áfram með sigri og hagstæðum úrslitum úr hinum leik riðilsins á milli Zenit og Club Brugge. Leikur Manchester United og Paris Saint Germain verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50 en hann er einn af fjórum leikjum í beinni í kvöld. Leikur Istanbul Basaksehir og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 17.45, útsending frá leik Sevilla og Chelsea byrjar á Stöð 2 Sport 5 klukkan 19.50 og á sama tíma verður leikur Dortmund og Lazio sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins samtímis og allt kvöldið verður síðan gert upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð eftir leikina. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti