Whamageddon 2020: Hvenær dettur þú út? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 22:03 Fólk er misspennt fyrir að heyra Last Christmas í aðdraganda jólanna. Á miðnætti hefjast leikar. Desember gengur í garð og áskorun ársins hefst. Hversu lengi heldur þú út? Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.) Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.)
Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira