Blood Harmony gefur út draumkennt myndband sem tekið var upp í Svarfaðardal Ritstjórn Albumm skrifar 25. nóvember 2020 12:00 Myndbandið var tekið upp í Svarfaðardal. Systkinin Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn hafa bæði starfað í tónlist um langt skeið og höfðu oft rætt um að gera plötu saman, sem varð að veruleika þegar Covid skall á og í kjölfar þess voru þau bæði flutt norður í heimahagana. Þau umbreyttu kjallaranum á æskuheimilinu Tjörn í upptökustúdíó og hófu að taka upp lög. Þau fengu systur sína, Björk Eldjárn, til að slást í hópinn og syngja með þeim og þar með var samhljómurinn fullkomnaður. watch on YouTube Myndbandinu var leikstýrt og það tekið upp af ljósmyndaranum og kvikmyndagerðarkonunni Elisa L. Iannacone hjá Reframe House. Það var tekið upp í Svarfaðardal og nágrenni í september, en það eru einmitt heimahagar systkinanna. Þau fengu fjölskyldu sína til að vera með í myndbandinu og meðal annars má sjá 4 kynslóðir kvenna, allt frá 93 ára ömmu þeirra til 12 ára dóttur Arnar. Elisa vildi draga fram fortíðarþrá og ljúfsáru tilfinningar lagsins í gegnum sjónræna ferð inn í heim ímyndunaraflsins. Hægt er að fylgjast nánar með Blood Harmony á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið
Systkinin Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn hafa bæði starfað í tónlist um langt skeið og höfðu oft rætt um að gera plötu saman, sem varð að veruleika þegar Covid skall á og í kjölfar þess voru þau bæði flutt norður í heimahagana. Þau umbreyttu kjallaranum á æskuheimilinu Tjörn í upptökustúdíó og hófu að taka upp lög. Þau fengu systur sína, Björk Eldjárn, til að slást í hópinn og syngja með þeim og þar með var samhljómurinn fullkomnaður. watch on YouTube Myndbandinu var leikstýrt og það tekið upp af ljósmyndaranum og kvikmyndagerðarkonunni Elisa L. Iannacone hjá Reframe House. Það var tekið upp í Svarfaðardal og nágrenni í september, en það eru einmitt heimahagar systkinanna. Þau fengu fjölskyldu sína til að vera með í myndbandinu og meðal annars má sjá 4 kynslóðir kvenna, allt frá 93 ára ömmu þeirra til 12 ára dóttur Arnar. Elisa vildi draga fram fortíðarþrá og ljúfsáru tilfinningar lagsins í gegnum sjónræna ferð inn í heim ímyndunaraflsins. Hægt er að fylgjast nánar með Blood Harmony á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið