Klukkan hvað gætu Íslendingar fagnað EM-sæti? Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2020 08:31 Ísland stendur vel að vígi í baráttunni um sæti á EM og er öruggt um sæti í umspili, komist liðið ekki beint á EM. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gæti mögulega fagnað sæti í lokakeppni EM í kvöld, í fjórða sinn í sögunni. Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland. EM 2021 í Englandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland.
Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira