Lífið

Þrjátíu fermetra íbúð með hreyfanlegum vegg sem gjörbreytir rýminu á einu augabragði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstök hönnun.
Einstök hönnun.

Víðsvegar um heiminn hefur það hreinlega orðið að einskonar listgrein að hanna íbúðir í minni kantinum sem gætu nýst einstaklega vel.

Á YouTube-síðunni Never Too Small er fjallað um þrjátíu fermetra íbúð í Mílan á Ítalíu sem er í raun einstök.

Inni í eigninni er stór færanlegur veggur sem skiptir íbúðinni upp í tvö hólf. Með auðveldu handtaki er hægt að færa vegginn til og stækka og eða minnka rýmin.

Hér að neðan má sjá þessa sjarmerandi íbúð í Mílan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×