Stjörnurnar sameinast og gefa út lagið sem landinn þarf á að halda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 19:45 Greta Salóme er annar höfunda lagsins Jól eins og áður. Facebook/Greta Salóme Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara koma saman í laginu Jól eins og áður, sem frumsýnt verður á morgun hér á Vísi. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Ómarsson. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra. Jól eins og áður er sambland af upplífgandi jólaboðskap og komedíu sem landinn þarf á að halda á þessum tímum. Indriða úr Fóstbræðrum bregður fyrir og DJ Muscleboy sendir 2020 stutta kveðju. Lagið og myndbandið kemur út þann 1. desember og er dreift af tónlistarfyrirtækinu SONY. Um upptökustjórn sá Bjarki Ómarsson, betur þekktur sem Bomarz. „Það gekk ótrúlega vel að vinna þetta lag. Það voru allir svo jákvæðir og til í að gera þetta og sammála um að þetta væri eitthvað sem fólk þyrfti á að halda núna. Ekki mikið drama heldur bara birta og smá kómík. Ég átti hugmyndina og var komin með beinagrind að laginu og fór í stúdíó til Bjarka Ómars og við tókum þetta þaðan og kláruðum að semja lagið. Svo þurftum við að fá alla söngvarana inn í stúdíó eitt í einu og passa að það yrðu aldrei margir á sama tíma upp á smithættu. Þetta var smá púsluspil en ótrúlega skemmtilegt verkefni,“ segir Greta Salóme í samtali við Vísi. Lagið og myndbandið verður frumsýnt á Vísi kl.12:00 á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra. Jól eins og áður er sambland af upplífgandi jólaboðskap og komedíu sem landinn þarf á að halda á þessum tímum. Indriða úr Fóstbræðrum bregður fyrir og DJ Muscleboy sendir 2020 stutta kveðju. Lagið og myndbandið kemur út þann 1. desember og er dreift af tónlistarfyrirtækinu SONY. Um upptökustjórn sá Bjarki Ómarsson, betur þekktur sem Bomarz. „Það gekk ótrúlega vel að vinna þetta lag. Það voru allir svo jákvæðir og til í að gera þetta og sammála um að þetta væri eitthvað sem fólk þyrfti á að halda núna. Ekki mikið drama heldur bara birta og smá kómík. Ég átti hugmyndina og var komin með beinagrind að laginu og fór í stúdíó til Bjarka Ómars og við tókum þetta þaðan og kláruðum að semja lagið. Svo þurftum við að fá alla söngvarana inn í stúdíó eitt í einu og passa að það yrðu aldrei margir á sama tíma upp á smithættu. Þetta var smá púsluspil en ótrúlega skemmtilegt verkefni,“ segir Greta Salóme í samtali við Vísi. Lagið og myndbandið verður frumsýnt á Vísi kl.12:00 á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira