Landsliðsþjálfarinn braut bein í hendinni þegar hann lamdi í nuddbekk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 07:31 Jón Þór Hauksson er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu í gær. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45
Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20
Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18
Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26