„Erfitt að brjóta þetta lið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 14:30 Elín Metta Jensen hefur verið sjóðheit í undankeppni EM og skorað í öllum leikjum Íslands nema einum, alls sex mörk. vísir/vilhelm „Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. Ísland þarf á stigi að halda til að tryggja sér 2. sætið í riðlinum sem dugar til að komast í umspil um sæti á EM í Englandi. Vinni Ísland á morgun og lokaleikinn við Ungverjaland á þriðjudag gæti liðið auk þess komist beint á EM, án umspils, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Elín Metta var lykillinn að sigri 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári með marki um miðjan seinni hálfleik. Ljóst er að varnarleikur er aðalsmerki slóvakíska liðsins: Klippa: Elín Metta um Slóvakíu „Þetta er mjög baráttuglatt lið, eins og við. Við þurfum að vera þolinmóðar, því það er erfitt að brjóta þetta lið. Þær eru agaðar og skipulagðar, svo það þýðir alls ekki að mæta eitthvað slakar til leiks þó að við höfum unnið þær síðast. Þær geta verið hörkugóðar.“ Algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM Markmið íslenska liðsins er skýrt, að komast fjórða skiptið í röð á EM, og í þetta sinn fer mótið fram í Englandi sem ýmsir líta á sem vöggu fótboltans. „Ég held að þetta verði örugglega mjög gott mót fyrir kvennaknattspyrnuna í heild sinni. Það að halda þetta í Englandi er risastórt fyrir kvennaboltann og ég held að þetta verði algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM. Ég vona innilega að Ísland komist á EM. Við erum með stelpur sem eru nýskriðnar úr því að vera efnilegar í að vera virkilega góðar, og það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Ég er viss um það að ef við komumst á EM þá munu þær blómstra þar,“ segir Elín Metta. Klippa: Elín Metta um EM í Englandi Óvanalegt er að leikið sé í undankeppni svo seint á árinu en það er vegna frestana af völdum kórónuveirufaraldursins. Elín Metta er ein af mörgum leikmönnum íslenska hópsins sem leika með íslenskum félagsliðum, og hafa því lítið spilað síðustu tvo mánuði. Á fínum stað miðað við allt Ekki er að heyra á þessari 25 ára gömlu markavél, sem skorað hefur sex mörk í sex leikjum í undankeppninni, að það komi að sök: „Við Valsararnir fengum aukaleik núna fyrir stuttu og það hefur hjálpað okkur að hafa verið að æfa stíft fyrir Meistaradeildina. Aðrar af okkur sem spilum heima hafa líka fengið tækifæri til að æfa og æft vel, þannig að mér finnst við vera á fínum stað miðað við allt,“ segir Elín Metta, og bætir við að íslenski hópurinn hafi verið í mjög góðum málum í Bratislava síðustu daga, þó að hann hafi reyndar þurft að skjótast yfir landamærin til Austurríkis til að æfa vegna sóttvarnareglna í Slóvakíu. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
„Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. Ísland þarf á stigi að halda til að tryggja sér 2. sætið í riðlinum sem dugar til að komast í umspil um sæti á EM í Englandi. Vinni Ísland á morgun og lokaleikinn við Ungverjaland á þriðjudag gæti liðið auk þess komist beint á EM, án umspils, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Elín Metta var lykillinn að sigri 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári með marki um miðjan seinni hálfleik. Ljóst er að varnarleikur er aðalsmerki slóvakíska liðsins: Klippa: Elín Metta um Slóvakíu „Þetta er mjög baráttuglatt lið, eins og við. Við þurfum að vera þolinmóðar, því það er erfitt að brjóta þetta lið. Þær eru agaðar og skipulagðar, svo það þýðir alls ekki að mæta eitthvað slakar til leiks þó að við höfum unnið þær síðast. Þær geta verið hörkugóðar.“ Algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM Markmið íslenska liðsins er skýrt, að komast fjórða skiptið í röð á EM, og í þetta sinn fer mótið fram í Englandi sem ýmsir líta á sem vöggu fótboltans. „Ég held að þetta verði örugglega mjög gott mót fyrir kvennaknattspyrnuna í heild sinni. Það að halda þetta í Englandi er risastórt fyrir kvennaboltann og ég held að þetta verði algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM. Ég vona innilega að Ísland komist á EM. Við erum með stelpur sem eru nýskriðnar úr því að vera efnilegar í að vera virkilega góðar, og það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Ég er viss um það að ef við komumst á EM þá munu þær blómstra þar,“ segir Elín Metta. Klippa: Elín Metta um EM í Englandi Óvanalegt er að leikið sé í undankeppni svo seint á árinu en það er vegna frestana af völdum kórónuveirufaraldursins. Elín Metta er ein af mörgum leikmönnum íslenska hópsins sem leika með íslenskum félagsliðum, og hafa því lítið spilað síðustu tvo mánuði. Á fínum stað miðað við allt Ekki er að heyra á þessari 25 ára gömlu markavél, sem skorað hefur sex mörk í sex leikjum í undankeppninni, að það komi að sök: „Við Valsararnir fengum aukaleik núna fyrir stuttu og það hefur hjálpað okkur að hafa verið að æfa stíft fyrir Meistaradeildina. Aðrar af okkur sem spilum heima hafa líka fengið tækifæri til að æfa og æft vel, þannig að mér finnst við vera á fínum stað miðað við allt,“ segir Elín Metta, og bætir við að íslenski hópurinn hafi verið í mjög góðum málum í Bratislava síðustu daga, þó að hann hafi reyndar þurft að skjótast yfir landamærin til Austurríkis til að æfa vegna sóttvarnareglna í Slóvakíu.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03