Hvers má vænta af næstu þáttaröðum The Crown? Heiðar Sumarliðason skrifar 24. nóvember 2020 14:31 Leikkonurnar sem leika Elísabetu í The Crown. Fjórða þáttaröð The Crown, sögunni af Windsor-konungsfjölskyldunni, er nú vinsælasta efnið á hinu íslenska Netflix. Sögunni er hins vegar hvergi nærri lokið og munu tvær seríur til viðbótar líta dagsins ljós áður en yfir lýkur. Hér er stiklað á stóru varðandi það sem vitað er um framhaldið. Hversu margar þáttaraðir eru eftir? Peter Morgan, höfundur þáttanna, hafði alltaf séð fyrir sér sex þáttaraðir, en dró í land með það og ætlaði að segja það gott eftir fimm. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og Netflix hefur staðfest að um sex þáttaraðir sé að ræða. Morgan segir þetta vera vegna þess að þegar vinna hófst við skrif á fimmtu seríunni, hafi hann áttað sig á að ein þáttaröð til viðbótar væri ekki nóg. „Þegar við fórum að ræða sögurnar sem við vildum segja í fimmtu þáttaröð, varð okkur fljótlega ljóst að sagan væri of margslungin því þyrftum við fleiri þætti, því var horfið aftur í upprunalega planið og verða þáttaraðirnar sex,“ sagði Morgan. Þetta þýðir þó ekki að farið verið nær okkar tíma en upprunalega var ætlað, heldur verður sagan sögð á ítarlegri máta. Á hvaða tímabili sögunnar endar hún? Upprunalega áætlun Morgans var að segja sögu sem næði yfir sextíu ára tímabil. Því ætti þáttaröðin að enda á 60 ára valdaafmæli Elísabetar drottningar, árið 2012. Þetta þýðir að brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton nær inn í söguna, en það fór fram árið 2011. Fyrrum prinsinn Harry og kona hans Meghan Markle ná hins vegar ekki inn, þar sem samband þeirra hófst ekki fyrr en árið 2016. Meghan og Harry sleppa líklegast við kastljós The Crown. Morgan sagði í samtali við hlaðvarpsþáttinn TV´s Top 5: „Ég er nú þegar búinn að sjá fyrir mér endapunktinn, það er þó ekki meitlað í stein, því hlutirnir geta breyst. Um leið og eitthvað gerist í nútímanum, getur það haft áhrif á sögutúlkunina og við þurfum að geta brugðist við því.“ Hvenær verða næstu þáttaraðir á dagskrá? Left Bank Pictures sem framleiðir þættina fyrir Netflix, hefur staðfest að fimmta þáttaröð verði tekin upp á næsta ári, en muni þó ekki koma fyrir augu almennings fyrr en árið 2022. Þetta er í takti við það sem á undan er gengið, þar sem þáttaröðin tók sér árs hlé milli annarar og þriðju seríu, þegar nýtt leikaralið kom inn. Leikarahópurinn verður nú endurnýjaður í þriðja sinn og ný andlit túlka kóngafólkið. Hverjir taka við krúnunni? Það er tæpt ár síðan tilkynnt var að Imelda Staunton tæki við af Oliviu Colman sem Elísabet drottning. Staunton er ein virtasta dramaleikkona Breta, en hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Harry Potter og Vera Drake. Imelda Staunton er gift leikaranum góðkunna Jim Carter. Helena Bonham-Carter hefur túlkað Önnu, systur drottningarinnar, í síðustu tveimur þáttaröðum. Nú er röðin komin að Lesley Manville til að taka við prinsessukórónunni, en hún lék m.a. burðarhlutverk í kvikmyndunum Phantom Thread og Maleficent. Lesley Manville og Anna prinsessa. Jonathan Pryce hoppar frá því að leika Páfann fyrir Netflix (The Two Popes), yfir í það að leika Filippus hertogann af Edinborg fyrir Netflix. Hann tekur við að Tobiasi Menzies, sem hefur túlkað eiginmann drottningarinnar í síðustu tveimur þáttaröðum. Á Gúgúl var leitað að hæð Díönu og Debicki eins og enginn væri morgundagurinn þegar tilkynnt var um hver tæki við hlutverkinu af Emmu Corrin. Það er Tenet-stjarnan Elizabeth Debicki sem tekur við af Emmu Corrin og túlkar Díönu prinsessu. Aðdáendur þáttanna og fjölmiðlar hafa töluvert velt sér upp úr hæð leikkonunnar, sem er 190 cm og því töluvert hærri en Díana prinsessa, sem var 178 cm. Dominic West mun túlka Karl bretaprins, en hann tekur við sprotanum af Josh O´Connor sem lék prinsinn af Wales í þrettán þáttum. West er helst þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni The Affair. En þar sem fólk er með hæð leikaranna á heilanum, má þá geta þess að West 7 cm lægri en Debicki, sem mun því gnæfa yfir alla konungsfjölskylduna í 5. og 6. þáttaröð. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Snæbjörn Brynjarsson um nýjustu þáttaröð af The Crown í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Stjörnubíó Netflix Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fjórða þáttaröð The Crown, sögunni af Windsor-konungsfjölskyldunni, er nú vinsælasta efnið á hinu íslenska Netflix. Sögunni er hins vegar hvergi nærri lokið og munu tvær seríur til viðbótar líta dagsins ljós áður en yfir lýkur. Hér er stiklað á stóru varðandi það sem vitað er um framhaldið. Hversu margar þáttaraðir eru eftir? Peter Morgan, höfundur þáttanna, hafði alltaf séð fyrir sér sex þáttaraðir, en dró í land með það og ætlaði að segja það gott eftir fimm. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og Netflix hefur staðfest að um sex þáttaraðir sé að ræða. Morgan segir þetta vera vegna þess að þegar vinna hófst við skrif á fimmtu seríunni, hafi hann áttað sig á að ein þáttaröð til viðbótar væri ekki nóg. „Þegar við fórum að ræða sögurnar sem við vildum segja í fimmtu þáttaröð, varð okkur fljótlega ljóst að sagan væri of margslungin því þyrftum við fleiri þætti, því var horfið aftur í upprunalega planið og verða þáttaraðirnar sex,“ sagði Morgan. Þetta þýðir þó ekki að farið verið nær okkar tíma en upprunalega var ætlað, heldur verður sagan sögð á ítarlegri máta. Á hvaða tímabili sögunnar endar hún? Upprunalega áætlun Morgans var að segja sögu sem næði yfir sextíu ára tímabil. Því ætti þáttaröðin að enda á 60 ára valdaafmæli Elísabetar drottningar, árið 2012. Þetta þýðir að brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton nær inn í söguna, en það fór fram árið 2011. Fyrrum prinsinn Harry og kona hans Meghan Markle ná hins vegar ekki inn, þar sem samband þeirra hófst ekki fyrr en árið 2016. Meghan og Harry sleppa líklegast við kastljós The Crown. Morgan sagði í samtali við hlaðvarpsþáttinn TV´s Top 5: „Ég er nú þegar búinn að sjá fyrir mér endapunktinn, það er þó ekki meitlað í stein, því hlutirnir geta breyst. Um leið og eitthvað gerist í nútímanum, getur það haft áhrif á sögutúlkunina og við þurfum að geta brugðist við því.“ Hvenær verða næstu þáttaraðir á dagskrá? Left Bank Pictures sem framleiðir þættina fyrir Netflix, hefur staðfest að fimmta þáttaröð verði tekin upp á næsta ári, en muni þó ekki koma fyrir augu almennings fyrr en árið 2022. Þetta er í takti við það sem á undan er gengið, þar sem þáttaröðin tók sér árs hlé milli annarar og þriðju seríu, þegar nýtt leikaralið kom inn. Leikarahópurinn verður nú endurnýjaður í þriðja sinn og ný andlit túlka kóngafólkið. Hverjir taka við krúnunni? Það er tæpt ár síðan tilkynnt var að Imelda Staunton tæki við af Oliviu Colman sem Elísabet drottning. Staunton er ein virtasta dramaleikkona Breta, en hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Harry Potter og Vera Drake. Imelda Staunton er gift leikaranum góðkunna Jim Carter. Helena Bonham-Carter hefur túlkað Önnu, systur drottningarinnar, í síðustu tveimur þáttaröðum. Nú er röðin komin að Lesley Manville til að taka við prinsessukórónunni, en hún lék m.a. burðarhlutverk í kvikmyndunum Phantom Thread og Maleficent. Lesley Manville og Anna prinsessa. Jonathan Pryce hoppar frá því að leika Páfann fyrir Netflix (The Two Popes), yfir í það að leika Filippus hertogann af Edinborg fyrir Netflix. Hann tekur við að Tobiasi Menzies, sem hefur túlkað eiginmann drottningarinnar í síðustu tveimur þáttaröðum. Á Gúgúl var leitað að hæð Díönu og Debicki eins og enginn væri morgundagurinn þegar tilkynnt var um hver tæki við hlutverkinu af Emmu Corrin. Það er Tenet-stjarnan Elizabeth Debicki sem tekur við af Emmu Corrin og túlkar Díönu prinsessu. Aðdáendur þáttanna og fjölmiðlar hafa töluvert velt sér upp úr hæð leikkonunnar, sem er 190 cm og því töluvert hærri en Díana prinsessa, sem var 178 cm. Dominic West mun túlka Karl bretaprins, en hann tekur við sprotanum af Josh O´Connor sem lék prinsinn af Wales í þrettán þáttum. West er helst þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni The Affair. En þar sem fólk er með hæð leikaranna á heilanum, má þá geta þess að West 7 cm lægri en Debicki, sem mun því gnæfa yfir alla konungsfjölskylduna í 5. og 6. þáttaröð. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Snæbjörn Brynjarsson um nýjustu þáttaröð af The Crown í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói.
Stjörnubíó Netflix Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira