Hefur klæðst búningi í heimavinnunni í meira en 50 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 19:22 Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur klæðst búningi í vinnuna í nærri sextíu daga, frá því að heimavinna hófst að nýju. Oddur Jónasson Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira