Fótbolti

Gætu selt Neymar til þess að fjár­magna risa samning fyrir Mbappe

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvor þeirra verður áfram í París?
Hvor þeirra verður áfram í París? Aurelien Meunier/Getty

Franskir fjölmiðlar greina frá því að Paris Saint-Germain íhugi nú að selja stórstjörnuna Neymar frá félaginu næsta sumar.

Ástæðan er sögð sú að þeir safni nú pening til þess að búa til risa samning fyrir Mbappe sem er sex árum yngri en Neymar; Mbappe er 22 ára en Neymar 28.

Samningur þeirra beggja rennur út árið 2022 og PSG vill halda þeim báðum en vegna fjárhagsástæðna gætu þeir þurft að losa annan þeirra til að semja við hinn.

Því gæti það verið Neymar sem yfirgefi frönsku höfuðborgina næsta sumar en hann er talinn þéna 24 milljónir punda evra á ári. Hann er einn launahæsti leikmaður Evrópu.

PSG myndi þar af leiðandi nota þann pening til að sannfæra hinn franska Mbappe að vera áfram hjá félaginu en Real Madrid er talið horfa hýru auga til Frakkans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×