Þrjár dýrustu snekkjur heims Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Ekki amalegt að eiga snekkju af þessari gerð. Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira. Hús og heimili Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira.
Hús og heimili Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira