Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2020 14:01 Karlalið KR var þremur stigum frá Evrópusæti, með leik til góða, og komið í undanúrslit bikarkeppninnar þegar stjórn KSÍ sleit mótahaldi vegna kórónuveirufaraldursins, í samræmi við reglugerð sem kynnt var í sumar. vísir/bára KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“ KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“
KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti