Þrír Íslandsvinir mæta með liði Glasgow City á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 15:01 Mairead Fulton (númer 7) óskar hér Valskonum til hamingju með Íslandsmeistaratiilinn í fyrra ásamt þáverandi liðsfélögum hennar í Keflavík. Vísir/Daníel Þór Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira