Átta truflaðir litir sem umbreyta heimilinu Slippfélagið 20. nóvember 2020 08:50 Nýjur litirnir hennar Soffíu Daggar hjá Slippfélaginu eiga allir sameiginlegt að vera hlýjir og notalegir Soffía Dögg Garðarsdóttir gjörbreytti sýningaríbúð með nýjum litum sem hún hefur bætt inn í litakortið sitt hjá Slippfélaginu. Myndirnar tala sínu máli enda er Soffía annáluð smekkmanneskja og stílisti og útfærir hugmyndir sínar meðal annars í nýjum þáttum hér á Vísi, Skreytum hús. Nýju litirnir eiga allir sameiginlegt að vera hlýir og notalegir og segja nöfnin allt sem segja þarf, Ylja, Ró, Ósk og Værð, Mistur, Vænn og svo litirnir Spes og Lekker. Ylja – hlýr og mjúkur litatónn Soffía notaði litinn Ylja á alrýmið og í eldhúsið. Ylja er grátóna og talsvert ljósari útgáfa af litnum Ró. Soffía lýsir honum sem hlýjum, mjúkum og umlykjandi. Hann hentar vel í allt rými þar sem sóst er eftir fallegri hlýju og umfaðmandi stemmingu. Ró – fullkominn svefnherbergislitur Í svefnhebergi segir Soffía litinn Ró eiga fullkomlega við. Liturinn er afar hlýr og í honum fá finna brúna og græna undirtóna. Ró er dekkri en Ylja og gefur dýpt án þess að verða of yfirgnæfandi. Ósk – bleikur en ekki um of Liturinn Ósk fór á veggina í barnaherberginu. Ósk er ljós-muskaður og fölbleikur tónn sem Soffía segir lit drauma sinna, hann sé bleikur án þess að vera of bleikur. Liturinn er kjörinn í barnaherbergi til að skapa rólegt andrúmsloft. Værð – notalegir undirtónar Værð er dekkri útgáfa af litnum Ósk og Soffía málaði annað svefnherbergið í þeim lit. Í Værð má finna fjólubláan og brúnan undirtón sem dáleiða augað. Afar notalegur litatónn í svefnherbergi. Mistur – kyrrð og kósýheit á skrifstofuna Heimaskrifstofan fékk blágráa litinn Mistur. Eins og nafnið bendir til er liturinn muskaður tónn, djúpur og dulúðlegur. Liturinn gefur rýminu róandi yfirbragð og kyrrð sem er gott til að geta einbeitt sér að vinnunni eða skólanum á heimaskrifstofunni. Vænn – grænn eins og náttúran Þennan lit notaði Soffía í skemmtilegt sýningarrými í Rúmfatalagernum. Liturinn hefur sterka tengingu við jörðina og náttúruna og eins og Soffía segir sjálf er liturinn umvefjandi eins og góður sumardagur. Spes – minnir á mosa Liturinn Spes er milli dökkur litur sem hefur einnig sterka tengingu við náttúruna. Hann minnir á mosa og lyng enda má finna í honum grænan og gráan undirtón. Soffía notaði Spes í verkefni fyrr á þessu ári þar sem hún tók hjónaherbergi í gegn og breytti því í notalegt afdrep. Lekker - mildur og fágaður Það er fágaður sjarmi yfir litnum Lekker, eins og nafnið bendir til. Lekker er bleikur með brúnum blæ og mjög mildur og hlýr. Soffía notaði þennan lit í afar fallegt barnaherbergi. Litirnir fást eingöngu í verslunum Slippfélagsins. Meðlimir í facebookhópnum Skreytum hús geta fengið friar prufur af litunum. Hús og heimili Skreytum hús Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Soffía Dögg Garðarsdóttir gjörbreytti sýningaríbúð með nýjum litum sem hún hefur bætt inn í litakortið sitt hjá Slippfélaginu. Myndirnar tala sínu máli enda er Soffía annáluð smekkmanneskja og stílisti og útfærir hugmyndir sínar meðal annars í nýjum þáttum hér á Vísi, Skreytum hús. Nýju litirnir eiga allir sameiginlegt að vera hlýir og notalegir og segja nöfnin allt sem segja þarf, Ylja, Ró, Ósk og Værð, Mistur, Vænn og svo litirnir Spes og Lekker. Ylja – hlýr og mjúkur litatónn Soffía notaði litinn Ylja á alrýmið og í eldhúsið. Ylja er grátóna og talsvert ljósari útgáfa af litnum Ró. Soffía lýsir honum sem hlýjum, mjúkum og umlykjandi. Hann hentar vel í allt rými þar sem sóst er eftir fallegri hlýju og umfaðmandi stemmingu. Ró – fullkominn svefnherbergislitur Í svefnhebergi segir Soffía litinn Ró eiga fullkomlega við. Liturinn er afar hlýr og í honum fá finna brúna og græna undirtóna. Ró er dekkri en Ylja og gefur dýpt án þess að verða of yfirgnæfandi. Ósk – bleikur en ekki um of Liturinn Ósk fór á veggina í barnaherberginu. Ósk er ljós-muskaður og fölbleikur tónn sem Soffía segir lit drauma sinna, hann sé bleikur án þess að vera of bleikur. Liturinn er kjörinn í barnaherbergi til að skapa rólegt andrúmsloft. Værð – notalegir undirtónar Værð er dekkri útgáfa af litnum Ósk og Soffía málaði annað svefnherbergið í þeim lit. Í Værð má finna fjólubláan og brúnan undirtón sem dáleiða augað. Afar notalegur litatónn í svefnherbergi. Mistur – kyrrð og kósýheit á skrifstofuna Heimaskrifstofan fékk blágráa litinn Mistur. Eins og nafnið bendir til er liturinn muskaður tónn, djúpur og dulúðlegur. Liturinn gefur rýminu róandi yfirbragð og kyrrð sem er gott til að geta einbeitt sér að vinnunni eða skólanum á heimaskrifstofunni. Vænn – grænn eins og náttúran Þennan lit notaði Soffía í skemmtilegt sýningarrými í Rúmfatalagernum. Liturinn hefur sterka tengingu við jörðina og náttúruna og eins og Soffía segir sjálf er liturinn umvefjandi eins og góður sumardagur. Spes – minnir á mosa Liturinn Spes er milli dökkur litur sem hefur einnig sterka tengingu við náttúruna. Hann minnir á mosa og lyng enda má finna í honum grænan og gráan undirtón. Soffía notaði Spes í verkefni fyrr á þessu ári þar sem hún tók hjónaherbergi í gegn og breytti því í notalegt afdrep. Lekker - mildur og fágaður Það er fágaður sjarmi yfir litnum Lekker, eins og nafnið bendir til. Lekker er bleikur með brúnum blæ og mjög mildur og hlýr. Soffía notaði þennan lit í afar fallegt barnaherbergi. Litirnir fást eingöngu í verslunum Slippfélagsins. Meðlimir í facebookhópnum Skreytum hús geta fengið friar prufur af litunum.
Litirnir fást eingöngu í verslunum Slippfélagsins. Meðlimir í facebookhópnum Skreytum hús geta fengið friar prufur af litunum.
Hús og heimili Skreytum hús Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira