Love & Anarchy: Með allt niður um sig Heiðar Sumarliðason skrifar 16. nóvember 2020 14:30 Max og Sofie í Love & Anarchy. Netflix frumsýndi nýverið sænsku þáttaröðina Love & Anarchy, eða Kärlek & Anarki, eins og hún heitir á frummálinu. Þættirnir fjalla um Sophie, sem tekur að sér ráðgjafahlutverk hjá bókaforlagi sem vill færa sig inn í nútímann og keppa á hinum stafræna markaði. Þar kynnist hún Max, myndarlegum upplýsingatæknifulltrúa fyrirtækisins. Það líður ekki að löngu þar til hin gifta Sophie er farin að daðra við unga folann og það veit ekki á gott, líkt og nafn þáttarins gefur til kynna. En nafngiftin vísar þó ekki aðeins í glundroðann í hennar lífi, heldur endar næstum hver einasta persóna með allt niður um sig, bókstaflega og metafórískt. Fyrstu sex þættirnir hverfast mikið um samskipti Sophie og Max, með aðrar sögulínur í bakgrunninum. Það er einmitt þá sem þættirnir fljúga sem hæst, á meðan tveir síðustu snúast meira um að hnýta saman lausa enda, en þá er risið á þeim því miður ekki alveg jafn hátt. Byrja vel Eins og áður sagði, eru fyrstu sex þættirnir frekar vel heppnaðir, en þá er fókusinn að stórum hluta á samskipti Sophie og Max. Þegar hann færist yfir á aðra hluti fara saumsprettur að koma í ljós. Spennan milli þeirra tveggja var það áhugaverð og sterk að hún náði að bera uppi framvindu sögunnar og ríghalda athygli áhorfenda. Þegar sú spenna er horfin, fer að gæta ósamræmis, þegar sumar persónurnar verða meira illskiljanlegar, hvort sem það er Sophie sjálf, eða eiginmaður hennar. Ég áttaði mig hreinlega ekki á Sophie sem persónu þegar allt var yfirstaðið. Hver var tilgangur uppreisnar hennar? Hverju var hún í uppreisn gegn? Hver var afstaða hennar til eiginmanns síns? Svo ekki sé minnst á að persóna eiginmannsins umpólast í síðari hluta seríunnar og er varla sá maður sem við kynntumst í fyrsta þætti. Þegar öllu er á botninn hvolft, skortir söguþráð þáttanna fókus og samfellu, þar sem höfundarnir virðast ekki geta ákveðið hvað þáttaröðin fjallar um í grunninn. Það er ekki þar með sagt ekki sé hægt að hafa gaman af herlegheitunum, sérstaklega fyrstu sex þáttunum. Það hefði hins vegar þurft að rekja upp þessa lausu þræði og hnýta saman aftur, til að færa heildarbrag þáttaraðarinnar upp á það háa plan sem hún sannarlega byrjar á. Höfundinn skortir yfirsýn Ida Engvoll fer með hlutverk Sophie, og þó persóna hennar hegði sér eins og algjör hálfviti, þá náði hún mér frá fyrstu senu. Kannski er það af því ég kann að meta leikið efni um sjálfselskt fólk. Til að byrja með hataði ég Max, sem leikinn er af Björn Mosten í sínu fyrsta hlutverki. Sennilega hafði það eitthvað með það að gera að mér fannst hann of sætur, og hlutirnir komu of auðveldlega upp í hendurnar á honum. Þegar líða tók á söguna tók ég hann í sátt þegar hann afhjúpaðist sem manneskja með tilfinningar, og varð á stundum næstum aumkunarverður. Lisa Langseth, höfundur þáttanna, hefur gott eyra fyrir díalóg og skrifar dúndur skemmtilegar senur. Hana skortir hins vegar yfirsýn yfir verkið og ræður ekki við umfangið, því endar Love & Anarchy sem gruggug en þó bragðgóð blanda. Niðurstaða: Love & Anarchy byrjar vel, en fatast flugið þegar líða tekur á söguna, þar sem öll vandamál eru leyst með því að vera ekki í neinum buxum. Það er þó alveg þess virði að horfa á þessa nýju sænsku Netflix-þáttaröð. Hægt er að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um Love & Anarchy hér að neðan í Stjörnubíói. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Netflix Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Netflix frumsýndi nýverið sænsku þáttaröðina Love & Anarchy, eða Kärlek & Anarki, eins og hún heitir á frummálinu. Þættirnir fjalla um Sophie, sem tekur að sér ráðgjafahlutverk hjá bókaforlagi sem vill færa sig inn í nútímann og keppa á hinum stafræna markaði. Þar kynnist hún Max, myndarlegum upplýsingatæknifulltrúa fyrirtækisins. Það líður ekki að löngu þar til hin gifta Sophie er farin að daðra við unga folann og það veit ekki á gott, líkt og nafn þáttarins gefur til kynna. En nafngiftin vísar þó ekki aðeins í glundroðann í hennar lífi, heldur endar næstum hver einasta persóna með allt niður um sig, bókstaflega og metafórískt. Fyrstu sex þættirnir hverfast mikið um samskipti Sophie og Max, með aðrar sögulínur í bakgrunninum. Það er einmitt þá sem þættirnir fljúga sem hæst, á meðan tveir síðustu snúast meira um að hnýta saman lausa enda, en þá er risið á þeim því miður ekki alveg jafn hátt. Byrja vel Eins og áður sagði, eru fyrstu sex þættirnir frekar vel heppnaðir, en þá er fókusinn að stórum hluta á samskipti Sophie og Max. Þegar hann færist yfir á aðra hluti fara saumsprettur að koma í ljós. Spennan milli þeirra tveggja var það áhugaverð og sterk að hún náði að bera uppi framvindu sögunnar og ríghalda athygli áhorfenda. Þegar sú spenna er horfin, fer að gæta ósamræmis, þegar sumar persónurnar verða meira illskiljanlegar, hvort sem það er Sophie sjálf, eða eiginmaður hennar. Ég áttaði mig hreinlega ekki á Sophie sem persónu þegar allt var yfirstaðið. Hver var tilgangur uppreisnar hennar? Hverju var hún í uppreisn gegn? Hver var afstaða hennar til eiginmanns síns? Svo ekki sé minnst á að persóna eiginmannsins umpólast í síðari hluta seríunnar og er varla sá maður sem við kynntumst í fyrsta þætti. Þegar öllu er á botninn hvolft, skortir söguþráð þáttanna fókus og samfellu, þar sem höfundarnir virðast ekki geta ákveðið hvað þáttaröðin fjallar um í grunninn. Það er ekki þar með sagt ekki sé hægt að hafa gaman af herlegheitunum, sérstaklega fyrstu sex þáttunum. Það hefði hins vegar þurft að rekja upp þessa lausu þræði og hnýta saman aftur, til að færa heildarbrag þáttaraðarinnar upp á það háa plan sem hún sannarlega byrjar á. Höfundinn skortir yfirsýn Ida Engvoll fer með hlutverk Sophie, og þó persóna hennar hegði sér eins og algjör hálfviti, þá náði hún mér frá fyrstu senu. Kannski er það af því ég kann að meta leikið efni um sjálfselskt fólk. Til að byrja með hataði ég Max, sem leikinn er af Björn Mosten í sínu fyrsta hlutverki. Sennilega hafði það eitthvað með það að gera að mér fannst hann of sætur, og hlutirnir komu of auðveldlega upp í hendurnar á honum. Þegar líða tók á söguna tók ég hann í sátt þegar hann afhjúpaðist sem manneskja með tilfinningar, og varð á stundum næstum aumkunarverður. Lisa Langseth, höfundur þáttanna, hefur gott eyra fyrir díalóg og skrifar dúndur skemmtilegar senur. Hana skortir hins vegar yfirsýn yfir verkið og ræður ekki við umfangið, því endar Love & Anarchy sem gruggug en þó bragðgóð blanda. Niðurstaða: Love & Anarchy byrjar vel, en fatast flugið þegar líða tekur á söguna, þar sem öll vandamál eru leyst með því að vera ekki í neinum buxum. Það er þó alveg þess virði að horfa á þessa nýju sænsku Netflix-þáttaröð. Hægt er að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við sviðlistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um Love & Anarchy hér að neðan í Stjörnubíói.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Netflix Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira