Assassin's Creed Valhalla: Með betri leikjum seríunnar og löðrandi í íslensku Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 08:46 Vísir/Ubisoft Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri AC-leikja sem ég hef spilað. Þar spila víkingarnir og öll íslenskan stóra rullu en meðal þeirra sem talsetja leikinn eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, sem talsetur eitt aðalhlutverka leiksins, Aron Mola, Svandís Dóra Einarsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ragga Ragnars, Melkorka Óskarsdóttir, Smári Gunn, Stefán Hallur Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sveinn Geirsson. Listinn er langur. Þessi leikur er löðrandi í íslensku og þá sérstaklega í þeim hluta sem gerist í Noregi. Hann er þó ekki gallalaus, eins og gengur og gerist. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út, þó hann hefði haft gott af frekari fínpússun. Breytingar hafa verið gerðar á bandakerfi leiksins og mörgu öðru. Flestar þessar breytingar finnst mér í jákvæðari kantinum. Assassins's Creed Valhalla gerist á víkingaöldinni eða um 875, nokkrum árum eftir að synir Ragnars Loðbrókar leiddu hinn mikla heiðna her til Englands til að hefna fyrir aftöku föður þeirra. Norrænt fólk streymir til Bretlands í leit að nýjum heimilum og átökum. Þeirra á meðal er söguhetjan Eivör sem dregst inn í forna baráttu launmorðingja og musterisriddara, áður en þeir kölluðust launmorðingjar og musterisriddarar. Eivör, hvort sem spilarar velja að spila sem karl, kona eða bæði (eins og Ubisoft leggur til), þarf að taka þátt í þeirri baráttu og í sama mund byggja upp nýtt heimili fyrir ættbálk sinn, Ravensthorpe, í nafni jarlsins Sigurd, sem talsettur er af Guðmundi Thorvaldssyni. Faðir Sigurdar, konungurinn Stybjörn, ættleiðir Eivör eftir að fjölskylda hans/hennar er myrt og eru þeir/þau mjög nánir vinir. Betri saga en undanfarið ACV er fyrsti leikurinn í seríunni í tvö ár, eftir að Ubisoft tók sér pásu í fyrra. Þrátt fyrir að leikirnir hafi í gegnum tíðina tekið töluverðum breytingum hefur Ubisoft þó alltaf haldið í grunn þeirra. Það er að klifra, laumupúkast og myrða vondakalla með földu blaði. Á sama tíma er einnig haldið í þá hefð að í raun séu tvær sögur í hverjum leik. Vísir/Ubisoft Saga Eivarar(?) er mjög góð. Ég er ekki búinn með leikinn enn, en finnst sagan þrátt fyrir það mun betri en sagan í Odyssey og jafnvel Origins líka. Það sem mér fannst koma hvað helst niður á sögu þeirra leikja er hve óstöðugar þær voru. Maður gat spilað heilu dagana án þess að það kæmi meginsöguþræði leikjanna nokkuð við. Þá voru aukaverkefni bæði Odyssey og Origins oft of svipuð. Í Valhalla eru þau mjög mismunandi og á köflum æðislega fyndin. Í einu slíku hittir maður skítugan bogamann sem heitir Degolas. Fjölskylda hans þolir ekki óþefinn af honum. Í öðru rambar maður á víking sem vill vita hvort hann sé með eitthvað á höfðinu. Það hljómar ekki skemmtilega en er fyndið. Ég vil ekki skemma það. Í einu þarf maður að færa prumpara egg og svo mætti lengi telja. Nútímasagan aftur að verða áhugaverð Í þessum leik er hún Layla Hassan enn á ferðinni í nútímanum og að upplifa minningar úr fortíðinni í gegnum Animus-tæknina. Nútímasaga AC hefur ekki verið upp á marga fiska frá því hann Desmond Miles bjargaði heiminum og dó en mér finnst hún samt töluvert meira spennandi núna en áður. Þau Shaun og Rebecca eru mætt aftur og nú eru þau og Layla að reyna að bjarga heiminum aftur frá tortímingu með hjálp dularfulls aðila. Svarið við þeirri ógn sem steðjar að jörðinni vegna hraðra og afdrifamikilla breytinga á segulsviði jarðarinnar, eða eitthvað svoleiðis, liggur víst í minningum Eivars(?). Breytingar á bardagakerfi Það er búið að gera þónokkrar breytingar á bandakerfi leiksins frá AC Odyssey. Sú stærsta er að búið er að bæta við þreki. Það er að segja að maður getur ekki lengur pikkað á alla takka og fellt tugi óvina án þess að draga andann. Eivör verður þreyttur eftir smá stund og getur þá ekki varist höggum eða komið sér undan þeim. Í stuttu máli sagt, þá þykir mér bardagakerfið vera orðið svolítið Souls-legt, ef svo má að orði komast. Nú gengur það svolítið út á stamina, parry og dodge. Víða eru öflugri vondir karlar en gengur og gerist sem eru jafnvel vopnaðir stærðarinnar vopnum og skjöldum. Ég veit satt að segja ekki alveg hvað mér finnst um þetta. Þetta er eiginlega erfiðara og ég dey oftar en ég hef gert í fyrri leikjunum, sem er jákvætt, nema þegar mér gengur illa. Þá er það óþolandi. Þetta getur verið vesen í stórum orrustum, þegar það er erfitt að fylgjast með öllu sem er í gangi og í þröngum rýmum. Þá er bardagakerfið og myndavélin ekkert að hjálpa manni. Vísir/Ubisoft Þegar kemur að vopnum og brynjum leiksins leiksins er búið að gera heilmiklar breytingar. Maður hefur í raun aðgang að mun færri vopnum og brynjum í þessum leik en áður. Ubisoft er í raun að hverfa frá Oddysey og Origins að því leyti og snúa aftur til gömlu leikjanna. Maður þarf þó að halda áfram að myrða dýr og berja grót til að safna leðri og járni, til að uppfæra þau vopn sem maður hefur aðgang að. Maður verður náttúrulega að þurfa að grinda eitthvað, þó það sé mun minna en áður. Annars væri þetta ekki leikur frá Ubisoft. Sömuleiðis er búið að gera breytingar á laumupúkarastkerfi leiksins. Það hefur aftur verið fært svolítið til fortíðar og nú getur maður laumupúkast um með skikkju hettu. Þá getur maður falið sig á nýjan leik meðal munka og almennra borgara, sem er æðislegt. Ég var búinn að sakna þess mikið. Óskiljanlegt hæfileikakerfi Hæfileikakerfi ACV er einnig töluvert öðruvísi en í fyrri leikjunum. Það er reyndar eiginlega óskiljanlegt og ég mæli með því að spilarar kynni sér það aðeins áður en þeir leggja af stað. Það hjálpar verulega til. Eins og áður er því í raun skipt niður í þrjár greinar; Hrafn, Björn og Úlfur. Þessar greinar eru bara mun mun mun stærri en áður og hver inniheldur mjög marga hæfileika til að velja. Brynjur og vopn tengjast hverri grein fyrir sig og því er gott að spá aðeins í því hvernig bardagakappa maður vill byggja upp. Hrafninn snýst um að laumupúkast og léttar árásir. Björninn snýst um þungar brynjur, stór vopn og mikinn skaða. Maður ver líka meira þreki í hvert högg. Úlfurinn er eitthvað mitt á milli og er fyrir fólk sem vill nota bogann mikið. Þá lærir Eivör ekki nýjar og betri árásir með því að fá xp. Heldur með því að brjótast inn í hús og lesa bækur sem finna má víðsvegar um kortið. Það er hægt að finna slatta af slíkum bókum og skiptast þessar árásir, sem kosta adrenalín sem maður safnar með því að gera venjulegar árásir, niður á milli því að tengjast boga- og návígisárásum. Munkar sitja á verkfærum Eins og allir vita þá þarf að ræna munka til að byggja hús. Allir munkar geyma stærðarinnar kistur fullar af verkfærum og byggingaefni í klaustrunum sínum. Þess vegna þurfa Eivör og félagar að ráðast reglulega á öll klaustur í Englandi svo hægt sé að bygga upp byggð ættbálksins í Englandi. Þar komum við að einhverjum skemmtilegustu hlutum leiksins. Árásum á klaustur, virki og bæi. Það er þrusugaman. Ofast felur það í sér að Eivör siglir skipi í átt að klaustri og blæs í lúður sinn. Þá er skipinu siglt upp í fjöru og öll áhöfnin ræðst sem ein á klaustrið. Þar þarf svo að finna kistur og tunnur sem innihalda birgðir og annað sem þarf til að byggja upp áðurnefnda víkingabyggð. Leiðinlega friðsamir víkingar Ég verð samt að taka fram að leikurinn vill ekki leyfa manni að drepa munka, sem er eiginlega fáránlegt. Allt sjónvarpsáhorf mitt hefur kennt mér að víkingar drápu munka og ég reyni að drepa einn í hverri árás. Það er ekki hægt að drepa mikið fleiri en það. Ég hef reyndar ekki heldur getað drepið svo gott sem eitt barn en það er svo sem önnur og lengri saga. Víkingar ACV eru í raun leiðinlega friðsamir. Þeir fremja rosalega lítið af ódæðum sem í dag væru taldir stríðsglæpir. Jæja. Maður fær ekki allt. Öll þessi uppbygging á Ravensthorpoe minnir mann skemmtilega mikið á Monteriggioni úr AC2. Þar sem Ezio Auditore da Firenze (skrifaði rétt í fyrstu tilraun, án þess að gúggla) byggði upp þorpið í átökum sínum við Borgia-ættina og páfann. Samantekt-ish Ég hef í raun ekki mikið neikvætt að segja um ACV. Þetta er mjög skemmtilegur leikur sem lítur mjög vel út, að mestu leyti. Smávægilegir gallar sem hafa stungið upp kollinum við spilun mína og það er eitthvað við animation leiksins í bardögum sem fer óheyrilega í taugarnar á mér. Þær eru oft svo ónáttúrulegar. Ég spilaði bæði PS4 og PS5 útgáfur leiksins. PS5 útgáfan lítur mun betur út, með betri lýsingu og frame rate, svo eitthvað sé nefnt. Hún inniheldur einnig nokkra litla galla sem ég hef rekist á. Furðuleg animation og ég hef líka nokkrum sinnum setið fastur í miðlu klifri. Í eitt sinn sat ég fastur á girðingastaur og gat ekki hreyft Eivör fyrr en ég tók upp bogann. Í annað skiptið festist ég í kletti og þurfti að loada. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt hvernig Ubisoft blandar saman hlutum úr gömlu leikjunum saman við margt nýrra úr Odyssey og Origins. Þar má meðal annars nefna það að byggja upp þorpið, það að fela sig aftur meðal borgara og munka og það hvernig vopnin virka í leiknum. Þetta kemur allt saman mjög vel út. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri AC-leikja sem ég hef spilað. Þar spila víkingarnir og öll íslenskan stóra rullu en meðal þeirra sem talsetja leikinn eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, sem talsetur eitt aðalhlutverka leiksins, Aron Mola, Svandís Dóra Einarsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ragga Ragnars, Melkorka Óskarsdóttir, Smári Gunn, Stefán Hallur Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sveinn Geirsson. Listinn er langur. Þessi leikur er löðrandi í íslensku og þá sérstaklega í þeim hluta sem gerist í Noregi. Hann er þó ekki gallalaus, eins og gengur og gerist. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út, þó hann hefði haft gott af frekari fínpússun. Breytingar hafa verið gerðar á bandakerfi leiksins og mörgu öðru. Flestar þessar breytingar finnst mér í jákvæðari kantinum. Assassins's Creed Valhalla gerist á víkingaöldinni eða um 875, nokkrum árum eftir að synir Ragnars Loðbrókar leiddu hinn mikla heiðna her til Englands til að hefna fyrir aftöku föður þeirra. Norrænt fólk streymir til Bretlands í leit að nýjum heimilum og átökum. Þeirra á meðal er söguhetjan Eivör sem dregst inn í forna baráttu launmorðingja og musterisriddara, áður en þeir kölluðust launmorðingjar og musterisriddarar. Eivör, hvort sem spilarar velja að spila sem karl, kona eða bæði (eins og Ubisoft leggur til), þarf að taka þátt í þeirri baráttu og í sama mund byggja upp nýtt heimili fyrir ættbálk sinn, Ravensthorpe, í nafni jarlsins Sigurd, sem talsettur er af Guðmundi Thorvaldssyni. Faðir Sigurdar, konungurinn Stybjörn, ættleiðir Eivör eftir að fjölskylda hans/hennar er myrt og eru þeir/þau mjög nánir vinir. Betri saga en undanfarið ACV er fyrsti leikurinn í seríunni í tvö ár, eftir að Ubisoft tók sér pásu í fyrra. Þrátt fyrir að leikirnir hafi í gegnum tíðina tekið töluverðum breytingum hefur Ubisoft þó alltaf haldið í grunn þeirra. Það er að klifra, laumupúkast og myrða vondakalla með földu blaði. Á sama tíma er einnig haldið í þá hefð að í raun séu tvær sögur í hverjum leik. Vísir/Ubisoft Saga Eivarar(?) er mjög góð. Ég er ekki búinn með leikinn enn, en finnst sagan þrátt fyrir það mun betri en sagan í Odyssey og jafnvel Origins líka. Það sem mér fannst koma hvað helst niður á sögu þeirra leikja er hve óstöðugar þær voru. Maður gat spilað heilu dagana án þess að það kæmi meginsöguþræði leikjanna nokkuð við. Þá voru aukaverkefni bæði Odyssey og Origins oft of svipuð. Í Valhalla eru þau mjög mismunandi og á köflum æðislega fyndin. Í einu slíku hittir maður skítugan bogamann sem heitir Degolas. Fjölskylda hans þolir ekki óþefinn af honum. Í öðru rambar maður á víking sem vill vita hvort hann sé með eitthvað á höfðinu. Það hljómar ekki skemmtilega en er fyndið. Ég vil ekki skemma það. Í einu þarf maður að færa prumpara egg og svo mætti lengi telja. Nútímasagan aftur að verða áhugaverð Í þessum leik er hún Layla Hassan enn á ferðinni í nútímanum og að upplifa minningar úr fortíðinni í gegnum Animus-tæknina. Nútímasaga AC hefur ekki verið upp á marga fiska frá því hann Desmond Miles bjargaði heiminum og dó en mér finnst hún samt töluvert meira spennandi núna en áður. Þau Shaun og Rebecca eru mætt aftur og nú eru þau og Layla að reyna að bjarga heiminum aftur frá tortímingu með hjálp dularfulls aðila. Svarið við þeirri ógn sem steðjar að jörðinni vegna hraðra og afdrifamikilla breytinga á segulsviði jarðarinnar, eða eitthvað svoleiðis, liggur víst í minningum Eivars(?). Breytingar á bardagakerfi Það er búið að gera þónokkrar breytingar á bandakerfi leiksins frá AC Odyssey. Sú stærsta er að búið er að bæta við þreki. Það er að segja að maður getur ekki lengur pikkað á alla takka og fellt tugi óvina án þess að draga andann. Eivör verður þreyttur eftir smá stund og getur þá ekki varist höggum eða komið sér undan þeim. Í stuttu máli sagt, þá þykir mér bardagakerfið vera orðið svolítið Souls-legt, ef svo má að orði komast. Nú gengur það svolítið út á stamina, parry og dodge. Víða eru öflugri vondir karlar en gengur og gerist sem eru jafnvel vopnaðir stærðarinnar vopnum og skjöldum. Ég veit satt að segja ekki alveg hvað mér finnst um þetta. Þetta er eiginlega erfiðara og ég dey oftar en ég hef gert í fyrri leikjunum, sem er jákvætt, nema þegar mér gengur illa. Þá er það óþolandi. Þetta getur verið vesen í stórum orrustum, þegar það er erfitt að fylgjast með öllu sem er í gangi og í þröngum rýmum. Þá er bardagakerfið og myndavélin ekkert að hjálpa manni. Vísir/Ubisoft Þegar kemur að vopnum og brynjum leiksins leiksins er búið að gera heilmiklar breytingar. Maður hefur í raun aðgang að mun færri vopnum og brynjum í þessum leik en áður. Ubisoft er í raun að hverfa frá Oddysey og Origins að því leyti og snúa aftur til gömlu leikjanna. Maður þarf þó að halda áfram að myrða dýr og berja grót til að safna leðri og járni, til að uppfæra þau vopn sem maður hefur aðgang að. Maður verður náttúrulega að þurfa að grinda eitthvað, þó það sé mun minna en áður. Annars væri þetta ekki leikur frá Ubisoft. Sömuleiðis er búið að gera breytingar á laumupúkarastkerfi leiksins. Það hefur aftur verið fært svolítið til fortíðar og nú getur maður laumupúkast um með skikkju hettu. Þá getur maður falið sig á nýjan leik meðal munka og almennra borgara, sem er æðislegt. Ég var búinn að sakna þess mikið. Óskiljanlegt hæfileikakerfi Hæfileikakerfi ACV er einnig töluvert öðruvísi en í fyrri leikjunum. Það er reyndar eiginlega óskiljanlegt og ég mæli með því að spilarar kynni sér það aðeins áður en þeir leggja af stað. Það hjálpar verulega til. Eins og áður er því í raun skipt niður í þrjár greinar; Hrafn, Björn og Úlfur. Þessar greinar eru bara mun mun mun stærri en áður og hver inniheldur mjög marga hæfileika til að velja. Brynjur og vopn tengjast hverri grein fyrir sig og því er gott að spá aðeins í því hvernig bardagakappa maður vill byggja upp. Hrafninn snýst um að laumupúkast og léttar árásir. Björninn snýst um þungar brynjur, stór vopn og mikinn skaða. Maður ver líka meira þreki í hvert högg. Úlfurinn er eitthvað mitt á milli og er fyrir fólk sem vill nota bogann mikið. Þá lærir Eivör ekki nýjar og betri árásir með því að fá xp. Heldur með því að brjótast inn í hús og lesa bækur sem finna má víðsvegar um kortið. Það er hægt að finna slatta af slíkum bókum og skiptast þessar árásir, sem kosta adrenalín sem maður safnar með því að gera venjulegar árásir, niður á milli því að tengjast boga- og návígisárásum. Munkar sitja á verkfærum Eins og allir vita þá þarf að ræna munka til að byggja hús. Allir munkar geyma stærðarinnar kistur fullar af verkfærum og byggingaefni í klaustrunum sínum. Þess vegna þurfa Eivör og félagar að ráðast reglulega á öll klaustur í Englandi svo hægt sé að bygga upp byggð ættbálksins í Englandi. Þar komum við að einhverjum skemmtilegustu hlutum leiksins. Árásum á klaustur, virki og bæi. Það er þrusugaman. Ofast felur það í sér að Eivör siglir skipi í átt að klaustri og blæs í lúður sinn. Þá er skipinu siglt upp í fjöru og öll áhöfnin ræðst sem ein á klaustrið. Þar þarf svo að finna kistur og tunnur sem innihalda birgðir og annað sem þarf til að byggja upp áðurnefnda víkingabyggð. Leiðinlega friðsamir víkingar Ég verð samt að taka fram að leikurinn vill ekki leyfa manni að drepa munka, sem er eiginlega fáránlegt. Allt sjónvarpsáhorf mitt hefur kennt mér að víkingar drápu munka og ég reyni að drepa einn í hverri árás. Það er ekki hægt að drepa mikið fleiri en það. Ég hef reyndar ekki heldur getað drepið svo gott sem eitt barn en það er svo sem önnur og lengri saga. Víkingar ACV eru í raun leiðinlega friðsamir. Þeir fremja rosalega lítið af ódæðum sem í dag væru taldir stríðsglæpir. Jæja. Maður fær ekki allt. Öll þessi uppbygging á Ravensthorpoe minnir mann skemmtilega mikið á Monteriggioni úr AC2. Þar sem Ezio Auditore da Firenze (skrifaði rétt í fyrstu tilraun, án þess að gúggla) byggði upp þorpið í átökum sínum við Borgia-ættina og páfann. Samantekt-ish Ég hef í raun ekki mikið neikvætt að segja um ACV. Þetta er mjög skemmtilegur leikur sem lítur mjög vel út, að mestu leyti. Smávægilegir gallar sem hafa stungið upp kollinum við spilun mína og það er eitthvað við animation leiksins í bardögum sem fer óheyrilega í taugarnar á mér. Þær eru oft svo ónáttúrulegar. Ég spilaði bæði PS4 og PS5 útgáfur leiksins. PS5 útgáfan lítur mun betur út, með betri lýsingu og frame rate, svo eitthvað sé nefnt. Hún inniheldur einnig nokkra litla galla sem ég hef rekist á. Furðuleg animation og ég hef líka nokkrum sinnum setið fastur í miðlu klifri. Í eitt sinn sat ég fastur á girðingastaur og gat ekki hreyft Eivör fyrr en ég tók upp bogann. Í annað skiptið festist ég í kletti og þurfti að loada. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt hvernig Ubisoft blandar saman hlutum úr gömlu leikjunum saman við margt nýrra úr Odyssey og Origins. Þar má meðal annars nefna það að byggja upp þorpið, það að fela sig aftur meðal borgara og munka og það hvernig vopnin virka í leiknum. Þetta kemur allt saman mjög vel út.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira