Sjö eru látnir eftir að þyrla alþjóðlegs friðargæsluliðs hrapaði á Sínaí-skaga í Egyptalandi í dag.
Talsmenn ísraelskra og egypska yfirvalda segja að í hópi látinna hafi verið fimm bandarískir ríkisborgarar, einn ísraelskur og einn tékkneskur.
Hinir látnu voru hluti af alþjóðlegu friðargæsluliði (MFO) sem ætlað er að tryggja að ákvæðum friðarsamnings Egypta og Ísraela sé framfylgt. Er sagt að um slys hafi verið að ræða.