Fótbolti

Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland á í mikilli baráttu um að komast á EM U-21 árs landsliða á næsta ári.
Ísland á í mikilli baráttu um að komast á EM U-21 árs landsliða á næsta ári. vísir/daníel

Leik Íslands og Armeníu í undankeppni EM U-21 árs landsliða hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram á Kýpur miðvikudaginn 18. nóvember.

Í frétt á heimasíðu KSÍ segir að frekari upplýsinga frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, sé beðið. Ennfremur kemur fram að óvíst sé hvort leikurinn fari yfirhöfuð fram.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Armeníu en var færður til Kýpurs vegna stríðsástand þar í landi.

Ísland á þrjá leiki eftir í sínum riðli í undankeppni EM. Íslendingar mæta Ítölum á Víkingsvelli á fimmtudaginn og Írum ytra á sunnudaginn.

Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig og á í harðri baráttu við Ítalíu, Írland og Svíþjóð um að komast á EM.

Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM, þegar Ísland á þrjá leiki eftir. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum.ksi.is

Tengdar fréttir

Ari og Valdimar æfa einir en gætu mætt Ítölum

Vonir standa til þess að Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson geti tekið þátt í mikilvægum landsleikjum sem framundan eru hjá U21-landsliðinu, þrátt fyrir kórónuveirusmit hjá félagsliði þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×