Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 15:32 Péter Gulácsi er einn af lykilmönnum Ungverja. Getty/David Davies Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira