Þeir Þorsteinn Már Baldursson, hjá Samherja, og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, mættust í heldur betur óvenjulegri viðureign í Kviss á Stöð 2 á föstudagskvöldið.
Atriðið var sýnt í spjallþætti Sóla Hólm og Gumma Ben en báðir þessi einstaklingar hafa vakið athygli í fjölmiðlum síðastliðið ár hér á landi.
Þorsteinn fyrir umsvif Samherja í Namibíu og Einar Valur fyrir þær sakir að fyrirtækið var með 22 skipverja sýkta af kórónuveirunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni á dögunum og voru skipverjar ekki kallaðir í land þegar grunur kom upp um hópsmit.
Gummi Ben fór með hlutverk Þorsteins í þættinum og Sóli fór með hlutverk Einars. Spurt var um veiru sem hefði verið fyrirferðarmikil um heim allan síðustu mánuði og voru þeir báðir í vandræðum með að svara. Þorsteinn giskaði til að mynda á RÚV, Helga Seljan og Má Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóra.
Hér að neðan má sjá þetta furðulega en skemmtilega atriði.