3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 12:30 Hörður Magnússon skoraði þetta eftirminnilega sigurmark íslenska landsliðsins fyrir rúmum 28 árum síðan. Samsett/Vilhelm/Skjámynd/Youtube Íslenska karlalandsliðið þarf að gera það á fimmtudaginn kemur sem liðinu hefur aðeins einu sinni tekist áður eða að fagna sigri á Ungverjum í Búdapest. Í dag eru þrír dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og spennan magnast með hverjum deginum. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn. Það þarf að fara alla leið aftur til júnímánaðar 1992 til að finna síðasta skiptið sem A-landslið karla í knattspyrnu fagnaði síðast sigri í Búdapest. „Heyra hefði mátt saumnál detta á Nep-leikvanginum, þegar Hörður Magnússon skoraði sigurmark, 2:1, Íslands gegn Ungverjalandi í Búdapest í gærkvöldi,“ var fyrirsögnin hjá Steinþóri Guðbjartssyni í Morgunblaðinu daginn eftir. Baksíða Morgunblaðsins eftir leikinn.Skjámynd/Timarit.is/Morgunblaðið 4. júní 1992 Ungverjar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Kálmán Kovács kom þeim í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Þannig var staðan þar til á 51. mínútu þegar Þorvaldur Örlygsson jafnaði metin í 1-1. Þorvaldur fékk þá sendingu inn fyrir vörnina frá Sigurði Grétarssyni og lyfti boltanum yfir markvörðinn og í markið. Þrettán mínútum síðar fór fyrirliðinn Sigurður Grétarsson af velli og Hörður Magnússon kom inn á fyrir hann. Hörður var þarna búinn að vera markakóngur efstu deildar á þremur tímabilum í röð en hafði ekki skorað fyrir landsliðið í fyrstu sex leikjum sínum. Hörður var réttur maður á réttum stað níu mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þegar skutluskalli Rúnars Kristinsson var varinn. Hörður þrumaði frákastinu eftirminnilega upp í þaknetið á marki Ungverja. Opna DV daginn eftir leikinn.Skjámynd/Timarit.is/DV 4. júní 1992 Rúnar átti annars frábæran leik á miðju íslenska liðsins og átti stóran þátt í báðum mörkunum. „Þetta er draumi líkast og ég trúi því ekki enn að við höfum unnið leikinn, hvað þá að ég hafi skorað sigurmarkið. Gústaf Björnsson aðstoðarþjálfari sagði við mig þegar ég var að gera mig kláran fyrir skiptinguna: „Nýttu sénsinn þinn." Þetta var fyrsta markið mitt fyrir íslenska landshðið, Ásgeir Elíasson hefur haft trú á mér og vonandi hef ég sýnt að ég eigi heima í landsliðinu," sagði Hörður Magnússon við Guðmund Hilmarsson á DV eftir leikinn. Í viðtali við Morgunblaðið þá talaði Hörður um að bernskudraumurinn hans hafi þarna orðið að veruleika. „Í Grikklandi kom ég inn á, þegar 15 mínútur voru eftir og það var of stutt, en nú fékk ég hálftíma, sem var betra. Það var þægilegt að koma inn á í þessari stöðu, því við vorum að komast inn í leik inn og möguleikinn var fyrir hendi. Helsti styrkleiki minn er að nýta skyndisóknir og við beittum þeim reglulega," sagði Hörður í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn en um um sigurmarkið sagði hann: „Ég trúði þessu ekki. Draumurinn sem smápatti var að komast í landslið og gera sigurmarkið að viðstöddum þúsundum, en þetta er engu líkt. Draumurinn hefur nú ræst." Þetta reyndist vera eina markið sem Hörður Magnússon skoraði fyrir íslenska landsliðið og er líka í eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fagnað sigri í Búdapest. Leikurinn fór fram á Népstadion sem er ekki til í dag en leikurinn á fimmtudaginn fer þó fram á sama stað. Leikvangurinn var rifinn árið 2017 og í stað hans byggðu Ungverjar nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang sem fékk nafnið Ferenc Puskás Stadium. Þar spila strákarnir okkar eftir aðeins þrjá daga. watch on YouTube Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. 8. nóvember 2020 10:01 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið þarf að gera það á fimmtudaginn kemur sem liðinu hefur aðeins einu sinni tekist áður eða að fagna sigri á Ungverjum í Búdapest. Í dag eru þrír dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og spennan magnast með hverjum deginum. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn. Það þarf að fara alla leið aftur til júnímánaðar 1992 til að finna síðasta skiptið sem A-landslið karla í knattspyrnu fagnaði síðast sigri í Búdapest. „Heyra hefði mátt saumnál detta á Nep-leikvanginum, þegar Hörður Magnússon skoraði sigurmark, 2:1, Íslands gegn Ungverjalandi í Búdapest í gærkvöldi,“ var fyrirsögnin hjá Steinþóri Guðbjartssyni í Morgunblaðinu daginn eftir. Baksíða Morgunblaðsins eftir leikinn.Skjámynd/Timarit.is/Morgunblaðið 4. júní 1992 Ungverjar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Kálmán Kovács kom þeim í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Þannig var staðan þar til á 51. mínútu þegar Þorvaldur Örlygsson jafnaði metin í 1-1. Þorvaldur fékk þá sendingu inn fyrir vörnina frá Sigurði Grétarssyni og lyfti boltanum yfir markvörðinn og í markið. Þrettán mínútum síðar fór fyrirliðinn Sigurður Grétarsson af velli og Hörður Magnússon kom inn á fyrir hann. Hörður var þarna búinn að vera markakóngur efstu deildar á þremur tímabilum í röð en hafði ekki skorað fyrir landsliðið í fyrstu sex leikjum sínum. Hörður var réttur maður á réttum stað níu mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þegar skutluskalli Rúnars Kristinsson var varinn. Hörður þrumaði frákastinu eftirminnilega upp í þaknetið á marki Ungverja. Opna DV daginn eftir leikinn.Skjámynd/Timarit.is/DV 4. júní 1992 Rúnar átti annars frábæran leik á miðju íslenska liðsins og átti stóran þátt í báðum mörkunum. „Þetta er draumi líkast og ég trúi því ekki enn að við höfum unnið leikinn, hvað þá að ég hafi skorað sigurmarkið. Gústaf Björnsson aðstoðarþjálfari sagði við mig þegar ég var að gera mig kláran fyrir skiptinguna: „Nýttu sénsinn þinn." Þetta var fyrsta markið mitt fyrir íslenska landshðið, Ásgeir Elíasson hefur haft trú á mér og vonandi hef ég sýnt að ég eigi heima í landsliðinu," sagði Hörður Magnússon við Guðmund Hilmarsson á DV eftir leikinn. Í viðtali við Morgunblaðið þá talaði Hörður um að bernskudraumurinn hans hafi þarna orðið að veruleika. „Í Grikklandi kom ég inn á, þegar 15 mínútur voru eftir og það var of stutt, en nú fékk ég hálftíma, sem var betra. Það var þægilegt að koma inn á í þessari stöðu, því við vorum að komast inn í leik inn og möguleikinn var fyrir hendi. Helsti styrkleiki minn er að nýta skyndisóknir og við beittum þeim reglulega," sagði Hörður í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn en um um sigurmarkið sagði hann: „Ég trúði þessu ekki. Draumurinn sem smápatti var að komast í landslið og gera sigurmarkið að viðstöddum þúsundum, en þetta er engu líkt. Draumurinn hefur nú ræst." Þetta reyndist vera eina markið sem Hörður Magnússon skoraði fyrir íslenska landsliðið og er líka í eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fagnað sigri í Búdapest. Leikurinn fór fram á Népstadion sem er ekki til í dag en leikurinn á fimmtudaginn fer þó fram á sama stað. Leikvangurinn var rifinn árið 2017 og í stað hans byggðu Ungverjar nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang sem fékk nafnið Ferenc Puskás Stadium. Þar spila strákarnir okkar eftir aðeins þrjá daga. watch on YouTube Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. 8. nóvember 2020 10:01 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. 8. nóvember 2020 10:01
5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00
6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30
7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30
8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31