Hamrén valdi ekki Ísak en segir að hans tími muni koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 13:56 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska sautján ára landsliðinu í fyrra. Getty/Piaras Ó Mídheach Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira