Hefur skorað sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni en í deildinni heima fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Yusuf Yazici fagnar einu af sex mörkum sínum fyrir Lille í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi. Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi.
Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira