Foden með á ný gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 15:16 Phil Foden í leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli þar sem England vann 1-0 sigur. vísir/getty Phil Foden er á ný í landsliðshópi Englands eftir að hafa verið sendur heim vegna brota á sóttvarnareglum í Reykjavík í september. Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik við Írland og síðustu leikina í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, gegn Belgíu og Íslandi. Leikurinn við Ísland er á Wembley 18. nóvember. Ekki er pláss fyrir Mason Greenwood, framherja Manchester United, frekar en í október. Þeir Greenwood og Foden brutu sóttvarnareglur með því að hitta íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins í Reykjavík, þegar þeir máttu engan hitta utan landsliðshópsins. Fengu þeir ekki að fara með til Danmerkur í seinni leik enska liðsins í september, heldur voru sendir beint heim. Framherjinn Danny Ings og miðjumaðurinn Kalvin Phillips missa af leikjunum nú í nóvember vegna meiðsla. Harry Maguire missir af leiknum við Belgíu vegna leikbanns og Reece James verður hvorki með gegn Belgum né Íslandi vegna leikbanns. Enski hópurinn: Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley), Dean Henderson (Manchester United) Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolves), Eric Dier (Tottenham), Joe Gomez (Liverpool), Reece James (Chelsea) Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Manchester United), Ainsley Maitland-Niles (Arsenal), Tyrone Mings (Aston Villa), Bukayo Saka (Arsenal), Kieran Trippier (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City) Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City) Jordan Henderson (Liverpool), Jack Grealish (Aston Villa), Mason Mount (Chelsea), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton), Harry Winks (Tottenham) Sóknarmenn: Tammy Abraham (Chelsea), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City) Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ekki valdir eftir brot sitt á Íslandi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. 30. september 2020 07:31 Guardiola um heimskupör Fodens: „Hann veit að hann gerði mistök“ Knattspyrnustjóri Manchester City segir Phil Foden sé meðvitaður um að hann hafi gert mistök eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni. 18. september 2020 14:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Phil Foden er á ný í landsliðshópi Englands eftir að hafa verið sendur heim vegna brota á sóttvarnareglum í Reykjavík í september. Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik við Írland og síðustu leikina í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, gegn Belgíu og Íslandi. Leikurinn við Ísland er á Wembley 18. nóvember. Ekki er pláss fyrir Mason Greenwood, framherja Manchester United, frekar en í október. Þeir Greenwood og Foden brutu sóttvarnareglur með því að hitta íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins í Reykjavík, þegar þeir máttu engan hitta utan landsliðshópsins. Fengu þeir ekki að fara með til Danmerkur í seinni leik enska liðsins í september, heldur voru sendir beint heim. Framherjinn Danny Ings og miðjumaðurinn Kalvin Phillips missa af leikjunum nú í nóvember vegna meiðsla. Harry Maguire missir af leiknum við Belgíu vegna leikbanns og Reece James verður hvorki með gegn Belgum né Íslandi vegna leikbanns. Enski hópurinn: Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley), Dean Henderson (Manchester United) Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolves), Eric Dier (Tottenham), Joe Gomez (Liverpool), Reece James (Chelsea) Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Manchester United), Ainsley Maitland-Niles (Arsenal), Tyrone Mings (Aston Villa), Bukayo Saka (Arsenal), Kieran Trippier (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City) Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City) Jordan Henderson (Liverpool), Jack Grealish (Aston Villa), Mason Mount (Chelsea), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton), Harry Winks (Tottenham) Sóknarmenn: Tammy Abraham (Chelsea), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City)
Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ekki valdir eftir brot sitt á Íslandi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. 30. september 2020 07:31 Guardiola um heimskupör Fodens: „Hann veit að hann gerði mistök“ Knattspyrnustjóri Manchester City segir Phil Foden sé meðvitaður um að hann hafi gert mistök eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni. 18. september 2020 14:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Ekki valdir eftir brot sitt á Íslandi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. 30. september 2020 07:31
Guardiola um heimskupör Fodens: „Hann veit að hann gerði mistök“ Knattspyrnustjóri Manchester City segir Phil Foden sé meðvitaður um að hann hafi gert mistök eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni. 18. september 2020 14:00
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59