Mom Air, gjörningur eða nýtt flugfélag? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2020 14:57 Hef ég ekki séð þetta áður, gæti einhver hugsað. Skjáskot Fjölmiðlum barst í dag tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags sem ber nafnið Mom Air. Líkt og sjá má á kynningarefni sem fylgir fréttinni svipar því afskaplega mikið til flugfélagsins sáluga Wow air, og því hafa vaknað spurningar hvort um einhvers konar gjörning sé að ræða eða hvort nýtt flugfélag sé í raun og veru að koma inn á markaðinn. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla segir að Mom Air sé „ofur-lággjalda flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem mun flytja farþega til og frá landsins.“ Helstu áfangastaðir séu á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er fullyrt að Mom Air hafi tryggt sér sex Airbus-þotur til verksins. Vísað er á vefsíðuna Mom Air þar sem sjá má að fyrirmyndin er augljóslega Wow Air enda er merki flugfélagsins í raun það sama og merki WOW air, nema búið er að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynda M, úr verður Mom Air. Segja má að þarna hafi þeir sem standa að baki verkefninu fylgt hugmynd Hallgríms Helgasonar sem viðraði það síðastliðið sumar að einfalt væri að stofna nýtt flugfélag með því að gera nákvæmlega þetta. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sem send var á tölvupóstfang sem gefið er upp á heimasíðu félagsins og óskað eftir því að ná tali af forsvarsmönnum félagsins kemur fram að forsvarsmennirnir séu að vinna hörðum höndum að því að koma félaginu í loftið. „Eignarhald og tengdir aðilar verða kynntir formlega á blaðamanna- og kynningarfundi þann 11. nóvember næstkomandi.“ Á vefsíðunni kemur jafnframt fram að búið sé að tryggja langtímafjármögnun félagsins með samvinnu erlendra fjárfestasjóða og innlendra aðila. Skúli og lögmaður Ballarín koma af fjöllum Í ljósi þess að merki félagsins MOM air svipar afskaplega mikið til merkis Wow leitaði fréttastofa til Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Michelle Ballarín, sem keypti meðal annars vörumerki WOW air eftir gjaldþrot þess. Hann segist kannast minna en ekkert við Mom Air. Sömu sögu er að segja um Skúla Mogensen, stofnanda Wow Air, sem kynnti meðal annars á sínum tíma ítarlegar hugmyndir hans um hvernig nýtt flugfélag byggt á rústum WOW air myndi starfa. Hann kom af fjöllum þegar fréttamaður heyrði í honum til að spyrja hvort aðkoma hans væri einhver að Mom Air. „Ég hef hvorki séð né heyrt og veit ekkert,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu og virtist ekki hafa mikinn áhuga á því að ræða þetta framtak nánar. Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air. Hér sjást líkindin á milli merkjana glögglega.vísir/vilhelm Netverjar hafa bent á að það sé ýmislegt í tilkynningu Mom Air sem vísi til þess að um einhvers konar grín sé að ræða, þar á meðal þær ráðstafanir sem félagið segjast ætla að gera vegna Covid-19. Mamma mun bjóða uppá covid- og noncovid- flug á þessum sögulegu tímum. Aðilar sem eru í sóttkví, smitaðir, útsettir fyrir smiti, eða eru með mótefni eftir smit mega ferðast saman. Vélarnar eru sérstaklega merktar og munu flugliðar þessarra véla einungis vera einstaklingar með jákvæða mótefnamælingu. Um metnaðarfullt verkefni virðist því vera um að ræða, hvort sem Mom Air sé flugfélag eða gjörningur. Erfitt hefur þó reynst að sannreyna hvort þetta sé grín eða alvara. Listamaður segist ekkert kannast við þetta Fréttamaður taldi sig þó hafa fengið álitlega vísbendingu í hendina þegar glöggur netverji benti honum á tölvupóstfang sem kemur með villuskilaboðum þegar þeir sem heimsækja vefsíðuna rata í öngstræti, eins og sjá á myndinni hér fyrir neðan. Villuskilaboð á vefsíðu Mom Air virðast benda á odee.isSkjáskot Þar virðist vefsíðan vísa á tölvupóstfang tengt vefsíðunni Odee.is sem listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson heldur úti. „Bingó,“ hugsaði fréttamaður, ekki síst í ljósi þess að mbl.is telur sig hafa heimildir fyrir því að um sé ræða gjörning ónafngreinds listamanns. En, Oddur kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hann. Mom Air, tengist þú því eitthvað? „Nei. Mom Air?“ Bara eins og WOW nema akkúrat öfugt? „Nei, ég kannast ekki við Mom Air.“ Ég fékk internal server error þegar ég var inn á síðu á vefsíðunni og fékk þá upp Please contact the server administrator at webmaster@momair.is.odee.is. Sem tengist þá vefsíðunni þinni? „Ég sé þetta hérna, ég hef enga hugmynd um af hverju mitt lén er þarna.“ Nei, þetta er dálítið sérstakt? „Ég gerði náttúrulega þennan bjór fyrir WOW Air.“ Þannig að þú kannast ekkert við þetta? „Nei, ekki neitt.“ Bjórinn sem Oddur vísar til er sérstakur bjór sem Wow Air lét gera fyrir sig. Vísir er því litlu nær en opinber gögn sem tengjast Mom Air fundust ekki við leit í þar til bærum gagnasöfnum. Uppfært klukkan 17.45: Lénaskráning vefsvæðanna Odee.is, vefsíðu Odds, og Momair.is bendir til þess að sami aðili sé á bak við vefina. Þá virðist sami vefþjónn vera á bak við báða vefina. Svona lítur vefsíðan út.Sjáskot Félagið segist ætla að opna bókunarvél sína næstkomandi mánudag, auk þess sem það hefur boðað til blaðamannafundar þann 11. nóvember næstkomandi, það er því spurning hvað kemur fram á honum. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Fjölmiðlum barst í dag tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags sem ber nafnið Mom Air. Líkt og sjá má á kynningarefni sem fylgir fréttinni svipar því afskaplega mikið til flugfélagsins sáluga Wow air, og því hafa vaknað spurningar hvort um einhvers konar gjörning sé að ræða eða hvort nýtt flugfélag sé í raun og veru að koma inn á markaðinn. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla segir að Mom Air sé „ofur-lággjalda flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem mun flytja farþega til og frá landsins.“ Helstu áfangastaðir séu á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er fullyrt að Mom Air hafi tryggt sér sex Airbus-þotur til verksins. Vísað er á vefsíðuna Mom Air þar sem sjá má að fyrirmyndin er augljóslega Wow Air enda er merki flugfélagsins í raun það sama og merki WOW air, nema búið er að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynda M, úr verður Mom Air. Segja má að þarna hafi þeir sem standa að baki verkefninu fylgt hugmynd Hallgríms Helgasonar sem viðraði það síðastliðið sumar að einfalt væri að stofna nýtt flugfélag með því að gera nákvæmlega þetta. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sem send var á tölvupóstfang sem gefið er upp á heimasíðu félagsins og óskað eftir því að ná tali af forsvarsmönnum félagsins kemur fram að forsvarsmennirnir séu að vinna hörðum höndum að því að koma félaginu í loftið. „Eignarhald og tengdir aðilar verða kynntir formlega á blaðamanna- og kynningarfundi þann 11. nóvember næstkomandi.“ Á vefsíðunni kemur jafnframt fram að búið sé að tryggja langtímafjármögnun félagsins með samvinnu erlendra fjárfestasjóða og innlendra aðila. Skúli og lögmaður Ballarín koma af fjöllum Í ljósi þess að merki félagsins MOM air svipar afskaplega mikið til merkis Wow leitaði fréttastofa til Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Michelle Ballarín, sem keypti meðal annars vörumerki WOW air eftir gjaldþrot þess. Hann segist kannast minna en ekkert við Mom Air. Sömu sögu er að segja um Skúla Mogensen, stofnanda Wow Air, sem kynnti meðal annars á sínum tíma ítarlegar hugmyndir hans um hvernig nýtt flugfélag byggt á rústum WOW air myndi starfa. Hann kom af fjöllum þegar fréttamaður heyrði í honum til að spyrja hvort aðkoma hans væri einhver að Mom Air. „Ég hef hvorki séð né heyrt og veit ekkert,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu og virtist ekki hafa mikinn áhuga á því að ræða þetta framtak nánar. Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air. Hér sjást líkindin á milli merkjana glögglega.vísir/vilhelm Netverjar hafa bent á að það sé ýmislegt í tilkynningu Mom Air sem vísi til þess að um einhvers konar grín sé að ræða, þar á meðal þær ráðstafanir sem félagið segjast ætla að gera vegna Covid-19. Mamma mun bjóða uppá covid- og noncovid- flug á þessum sögulegu tímum. Aðilar sem eru í sóttkví, smitaðir, útsettir fyrir smiti, eða eru með mótefni eftir smit mega ferðast saman. Vélarnar eru sérstaklega merktar og munu flugliðar þessarra véla einungis vera einstaklingar með jákvæða mótefnamælingu. Um metnaðarfullt verkefni virðist því vera um að ræða, hvort sem Mom Air sé flugfélag eða gjörningur. Erfitt hefur þó reynst að sannreyna hvort þetta sé grín eða alvara. Listamaður segist ekkert kannast við þetta Fréttamaður taldi sig þó hafa fengið álitlega vísbendingu í hendina þegar glöggur netverji benti honum á tölvupóstfang sem kemur með villuskilaboðum þegar þeir sem heimsækja vefsíðuna rata í öngstræti, eins og sjá á myndinni hér fyrir neðan. Villuskilaboð á vefsíðu Mom Air virðast benda á odee.isSkjáskot Þar virðist vefsíðan vísa á tölvupóstfang tengt vefsíðunni Odee.is sem listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson heldur úti. „Bingó,“ hugsaði fréttamaður, ekki síst í ljósi þess að mbl.is telur sig hafa heimildir fyrir því að um sé ræða gjörning ónafngreinds listamanns. En, Oddur kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hann. Mom Air, tengist þú því eitthvað? „Nei. Mom Air?“ Bara eins og WOW nema akkúrat öfugt? „Nei, ég kannast ekki við Mom Air.“ Ég fékk internal server error þegar ég var inn á síðu á vefsíðunni og fékk þá upp Please contact the server administrator at webmaster@momair.is.odee.is. Sem tengist þá vefsíðunni þinni? „Ég sé þetta hérna, ég hef enga hugmynd um af hverju mitt lén er þarna.“ Nei, þetta er dálítið sérstakt? „Ég gerði náttúrulega þennan bjór fyrir WOW Air.“ Þannig að þú kannast ekkert við þetta? „Nei, ekki neitt.“ Bjórinn sem Oddur vísar til er sérstakur bjór sem Wow Air lét gera fyrir sig. Vísir er því litlu nær en opinber gögn sem tengjast Mom Air fundust ekki við leit í þar til bærum gagnasöfnum. Uppfært klukkan 17.45: Lénaskráning vefsvæðanna Odee.is, vefsíðu Odds, og Momair.is bendir til þess að sami aðili sé á bak við vefina. Þá virðist sami vefþjónn vera á bak við báða vefina. Svona lítur vefsíðan út.Sjáskot Félagið segist ætla að opna bókunarvél sína næstkomandi mánudag, auk þess sem það hefur boðað til blaðamannafundar þann 11. nóvember næstkomandi, það er því spurning hvað kemur fram á honum.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira