Mætti með hníf og skar Andreu þegar hann sá hana dansa við konu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Andrea Jóns fer um víðan völl í samtali við Snæbjörn Ragnarsson. Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira