Mætti með hníf og skar Andreu þegar hann sá hana dansa við konu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Andrea Jóns fer um víðan völl í samtali við Snæbjörn Ragnarsson. Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira