Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 01:12 Auglýsingin hefur vakið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd í kvöld. Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. Í skýringu með auglýsingunni, sem ætlað er að hvetja fólk til að nota úr með appi og hvíla símann, segir að fyrirtækið vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Umræða hefur skapast um auglýsinguna á samfélagsmiðlum. Helgi Seljan slær meðal annars á létta strengi við færslu Braga Valdimars, kollega á RÚV og starfsmanns Brandenburg, og segir um að ræða tónlistarmyndband við lagið Það bera sig allir vel með Helga Björns. The real music video tho Holy B’s hit single: “Það bera sig allir vel!” Mjög töff.— Helgi Seljan (@helgiseljan) November 5, 2020 Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona í handbolta, sá auglýsinguna á RÚV í kvöld fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta karla. Þessi nova auglýsing fyrir leikinn 😅— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) November 4, 2020 Fleiri tjáðu sig um auglýsinguna Þessi Nova auglýsing 😂Allavegana verður hún umtalaðasta auglýsing sögunnar— Stefán Arason (@stebbi85) November 4, 2020 Jújú, allir eitthvað að tala um hvað þessi Nova auglýsing sé svaka frábær, en þetta er bara nýju fötin keisarans...— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) November 4, 2020 Hérna.... þessi Nova-auglýsing. Þarf eitthvað að ræða hana? #handbolti #isllth— Helgi Páll Þórisson (@holypoly4) November 4, 2020 Þessi nýja Nova auglýsing er geggjuð! Ekkert kynferðislegt við hana. Bara flottir, mismunandi skrokkar. Meira svona. Þetta er hollt og það hafa allir gott af þessu.— Gissari (@GissurAri) November 4, 2020 Já okey... þessi auglýsing er umm tímamóta auglýsing.... #nova— Freyr Brynjarsson (@FreyrB_5) November 4, 2020 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. Í skýringu með auglýsingunni, sem ætlað er að hvetja fólk til að nota úr með appi og hvíla símann, segir að fyrirtækið vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Umræða hefur skapast um auglýsinguna á samfélagsmiðlum. Helgi Seljan slær meðal annars á létta strengi við færslu Braga Valdimars, kollega á RÚV og starfsmanns Brandenburg, og segir um að ræða tónlistarmyndband við lagið Það bera sig allir vel með Helga Björns. The real music video tho Holy B’s hit single: “Það bera sig allir vel!” Mjög töff.— Helgi Seljan (@helgiseljan) November 5, 2020 Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona í handbolta, sá auglýsinguna á RÚV í kvöld fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta karla. Þessi nova auglýsing fyrir leikinn 😅— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) November 4, 2020 Fleiri tjáðu sig um auglýsinguna Þessi Nova auglýsing 😂Allavegana verður hún umtalaðasta auglýsing sögunnar— Stefán Arason (@stebbi85) November 4, 2020 Jújú, allir eitthvað að tala um hvað þessi Nova auglýsing sé svaka frábær, en þetta er bara nýju fötin keisarans...— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) November 4, 2020 Hérna.... þessi Nova-auglýsing. Þarf eitthvað að ræða hana? #handbolti #isllth— Helgi Páll Þórisson (@holypoly4) November 4, 2020 Þessi nýja Nova auglýsing er geggjuð! Ekkert kynferðislegt við hana. Bara flottir, mismunandi skrokkar. Meira svona. Þetta er hollt og það hafa allir gott af þessu.— Gissari (@GissurAri) November 4, 2020 Já okey... þessi auglýsing er umm tímamóta auglýsing.... #nova— Freyr Brynjarsson (@FreyrB_5) November 4, 2020
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira