Binni Löve skellti sér í Borat skýluna í miðju viðtali Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Binni Löve er þekkt andlit í heimi áhrifavalda hér á landi. Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira