Lagerbäck vonsvikinn vegna „amatöranna“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lars Lagerbäck hefur þjálfað Noreg síðustu ár og stýrir liðinu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01