10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:31 Guðni Bergsson sem formaður KSÍ og svo sem fyrirliði íslenska landsliðsins fyrir sigurleik á móti Ungverjum. Samsett mynd Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira