Hamilton segir ekkert öruggt með framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2020 07:00 Gæti Lewis Hamilton kallað þetta gott þegar þessu keppnistímabili lýkur? Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft. Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft.
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira