„Erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2020 10:00 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir mætir aftur á skjáinn í byrjun næsta árs í þáttunum Leitin að upprunanum. vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni. Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni.
Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32