„Skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 07:01 Ugla hefur verið virkur talsmaður transfólks á Íslandi um í raun um heim allan. mynd/Sharon Kilgannon Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“ Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“
Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira