„Snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 15:31 Ásgeir Kolbeinsson er mikill sérfræðingur um kvikmyndir. Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira